Sjálfbærni - verkefnabanki

33 Markmið KYNNTU ÞÉR KÚLTÚRINN + Að nemendur kynnist því hvernig hefðir og siðir í ólíkum menningarheimum eiga sér hliðstæðu þvert á menningarheima og trúarbrögð. + Að nemendur kynnist því hvernig hefðir og siðir hafa þróast á ólíkum stöðum og tímum. Verkefnalýsing Í flestum menningarheimum eru sterkar hefðir sem tengjast ákveðnum áföngum í lífi fólks, t.d. fæðingu, dauða, hjúskap eða fullorðnun. Víða eru líka hefðir og hátíðir sem tengjast árstíðum, gangi himintungla eða ákveðnum tímum ársins, t.d. breytingar á gangi sólar, uppskeru eða áramót. Sumar eiga þessar hefðir uppruna sinn í trúarbrögðum en aðrar ekki. Flestar eiga þær það þó sameiginlegt að vera margra alda gamlar og hafa þróast mismikið í gegnum aldirnar. Margar hefðir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=