Sjálfbærni - verkefnabanki

32 1. Stúlkan er fædd í Pakistan en hefur búið alla sína ævi í Finnlandi. Hvernig heldur þú að hún skilgreini uppruna sinn? Er hún finnsk eða pakistönsk? Rökstyðjið svar ykkar. 2. Í sögunni segist stúlkan upplifa að þegar hún gangi með slæðu eða fólk taki eftir siðum hennar horfi það öðru- vísi á hana. Hvers vegna ætli fólk geri það? Er rétt að horfa á einstakling sem hefur ánægju af því að horfa á bíómyndir og hjálpa öðru fólki öðrum augum út af slæðu og siðum? 1. Í sögunni segist manneskjan stolt af blönduðum uppruna sínum. Hvað ætli ýti undir stolt hennar á sínum uppruna? 2. Í sögunni segir manneskjan: „Bara af því ég er með egypskt nafn og aðeins dekkri húð er ég mjög oft spurð að því hvaðan ég sé, hvað ég hafi búið hér lengi, og í vinnunni hrósar fólk mér stundum fyrir hvað ég tali góða sænsku.“ Eru þetta fordómar eða bara saklaus spurning? Meinar fólk vel með því að hrósa eða er þetta dónaskapur? Dæmisaga 4 Ég er fædd og uppalin í Svíþjóð. Pabbi minn er frá Egyptalandi og mamma er sænsk. Áhugamál mín eru tölvuleikir, manga teiknimyndasögur, hiphop tónlist og samvera með vinum mínum. Móðurmál mín eru sænska og arabíska og ég er mjög stolt af blönduðum uppruna mínum, egypskri sögu og menningu. Bara af því ég er með egypskt nafn og aðeins dekkri húð er ég mjög oft spurð að því hvaðan ég sé, hvað ég hafi búið hér lengi og í vinnunni hrósar fólk mér stundum fyrir hvað ég tali góða sænsku. 1. Bekkjarumræður. Nemendur ræða saman með kennara um sögurnar út frá spurningum. 2. Ígrundun. Nemendur skrifa einstaklingslega stutta ígrundun þar sem þau segja frá þremur atriðum sem komu upp í bekkjarumræðunum, hvað vakti athygli þeirra og hvers vegna. Afurð Hópastærð 5-15 nemendur. Þetta verkefni er betra að vinna í litlum hópum. Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-2 kennslustundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=