30 Hafðu í huga 1. Þegar afinn var spurður „saknarðu ekkert Danmerkur?“ svaraði hann „nei, því mér finnst ég vera Íslendingur.“ Hvað ætli hann meini með því? Af hverju ætli hann hafi fengið þessa spurningu? 2. Þrátt fyrir að búa á Íslandi og finnast hann vera Íslendingur fylgdist afinn áfram með dönskum fréttum, sagði danska brandara og þótti almennt mjög vænt um Danmörku. Hvers vegna ætli það sé? Dæmisaga 1 Afi minn var fæddur í Danmörku og ólst upp þar. Hann gekk í danskan grunnskóla og átti danska vini. Þegar hann var rúmlega tvítugur flutti hann til Íslands og kynntist ömmu en hún hafði verið fædd og uppalin á Íslandi. Afi tók upp íslenskt nafn og lærði smám saman að tala íslensku. Hann talaði samt alltaf með dönskum hreim, bar sum orð vitlaust fram og fallbeygði ekki alltaf rétt. Hann sagði mjög oft danska brandara, fylgdist með dönskum fréttum og sagði að sér þætti almennt mjög vænt um Danmörku. Þegar hann var spurður „Saknarðu ekkert Danmerkur?“ svaraði hann: „Nei, því mér finnst ég vera Íslendingur.“ Dæmisaga 2 Mamma og pabbi eru bæði fædd og uppalin í Póllandi. Þau fluttu hingað til Noregs með mig og litlu systur mína fyrir nokkrum árum. Ég er með pólskt nafn og á pólskt vegabréf. Mamma og pabbi tala enn ekki mikla norsku og litla ensku en ég og systir mín tölum bæði norsku og pólsku og svolítið í ensku. Heima tala ég pólsku en í skólanum, á æfingum og við vini mína tala ég norsku. Í flestum fríum förum við fjölskyldan til Póllands og hittum þá ömmur mínar og afa, frænkur og frændur. Af því ég er fæddur í Póllandi og öll fjölskyldan er frá Póllandi finnst mér ég vera pólskur en mér líður eins og Noregur sé þar sem ég á heima og þess vegna finnst mér ég líka vera Norðmaður. Ég verð stundum óöruggur með uppruna minn, sérstaklega þegar ég er með mömmu og pabba í skólanum, að þá taki allir eftir því eða hugsi út í að ég sé frá Póllandi. 1. Í sögunni segir drengurinn að þegar hann sé með fjölskyldu sinni líði honum eins og hann sé pólskur en með vinum, á æfingum og í skólanum líði honum eins og Norðmanni. Hvað meinar hann með því? Af hverju skiptir það máli hverjum hann er með þegar kemur að því hvort honum finnist hann vera pólskur eða norskur? Getur hann verið hvort tveggja?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=