Sjálfbærni - verkefnabanki

29 Markmið MEIRA EN BARA ÞJÓÐERNI + Að nemendur velti fyrir sér hvernig þjóðerni er tilfinning og upplifun fremur en fastmótað einkenni einstaklings. Verkefnalýsing Í þessu verkefni les kennari fyrir nemendur stuttar dæmisögur sem fjalla um uppruna, þjóðerni og sjálfsmynd. Kennari byrjar á því að biðja bekkinn um að sitja í hring og útskýrir að verkefni tímans sé að lesa fjórar dæmisögur sem fjalla um upplifun fólks af því að vera fætt og uppalið í einu landi eða eiga foreldra frá einu landi en eiga heima í öðru landi. Tilgangurinn sé að skilja hvernig fólk er gjarnan stimplað fyrir fram út frá uppruna sínum en að það sé bara einn hluti af mörgum í sjálfsmynd okkar. Næst les kennari fyrir allan bekkinn eina dæmisögu í einu og ræðir með hópnum spurningarnar sem fylgja hverri sögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=