Sjálfbærni - verkefnabanki

27 1. Þú hefur aldrei staðið frammi fyrir alvarlegum fjárhagserfiðleikum. 2. Þú býrð í góðu húsnæði, með interneti, rafmagni, vatni og hita. 3. Þér líður eins og borin sé virðing fyrir tungumáli þínu, trú þinni og menningu. 4. Þér finnst hlustað á skoðanir þínar og viðhorf í stjórnmálum og samfélaginu. 5. Aðrir leita til þín til að fá ráð varðandi ólík mál. 6. Þú ert ekki hrædd/hræddur um að verða stöðvuð/stöðvaður af lögreglunni. 7. Þú veist hvert þú átt að snúa þér til að fá aðstoð þegar þig vantar hana. 8. Þú hefur aldrei fundið að þér sé mismunað út af uppruna þínum. 9. Þú getur auðveldlega leitað á heilsugæslu eða spítala. 10. Þú getur farið til útlanda í frí að minnsta kosti einu sinni á ári. 11. Þú getur boðið vinum þínum í mat heima. 12. Þér finnst líf þitt skemmtilegt og framtíðin björt. 13. Þú getur valið hvað þú vilt læra og hvað þú vilt vinna við. 14. Þú ert ekki hrædd/ur um að vera áreitt/ur eða verða fyrir árásum á götum úti. 15. Þú hefur kosningarétt. 16. Þú getur fagnað trúarhátíðum með vinum og fjölskyldu. 17. Þú getur farið í bíó eða út að borða að minnsta kosti einu sinni í viku. 18. Þú ert ekki hrædd/ur um framtíð barnanna þinna. 19. Þú getur keypt ný föt þegar þig langar. 20. Þér finnst þú mikilvæg/ur í þínu samfélagi og njótir virðingar fyrir hæfileika þína. Afurð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=