Sjálfbærni - verkefnabanki

26 Markmið + Ég tók þátt í hlutverkaleiknum og tók skref áfram (eða ekki) eftir mínu hlutverki. + Ég get gert grein fyrir hvernig forréttindi hafa áhrif á tækifæri fólks. + Ég get tjáð mig um upplifun mína af hlutverkaleiknum. Þegar allar fullyrðingar hafa verið lesnar líta nemendur í kringum sig og virða fyrir sér hvar hinir standa. Kennari stýrir stuttum umræðum þar sem nemendur geta gert grein fyrir því hvers vegna þau stigu fram eða ekki í ákveðnum spurningum. Öllum er svo frjálst að deila með bekknum hlutverk- inu sem þau fengu. Nemendur skrifa eða taka upp stutta ígrundun út frá eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða hlutverk varst þú? 2. Hvað komst þú langt áfram? Af hverju? 3. Var þessi æfing auðveld? Var hún erfið? 4. Hvað fannst þér áhrifaríkt við þessa æfingu? Hvað lærðir þú um forréttindi? Afurð Verkfæri + Hlutverkablað, útprentað og klippt niður fyrir nemendur. + Blað og skriffæri eða aðgangur að tölvu fyrir nemendur að skrifa ígrundun. Hópastærð 18 nemendur Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi Ein kennslustund

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=