Sjálfbærni - verkefnabanki

23 Hefðir Athafnir sem hópar fólks endurtekur saman. Það að hafa fyrir fram gefnar hugmyndir, viðhorf eða skoðanir án þess að hafa kynnt sér málið. Til dæmis að koma öðruvísi fram við, útiloka, líka illa við eða hata ákveðinn hóp. Að gera upp á milli einhverra. Til dæmis að koma öðruvísi fram vegna útlits, kyns, kynhneigðar, trúar, fötlunar eða uppruna. Athugasemdir eða athafnir sem virka saklausar en geta verið niðrandi eða niðurlægjandi fyrir ákveðna hópa. Til dæmis þegar einstaklingur sem hefur annars konar yfirbragð, kannski dekkra hörund og hár, en meirihluti íbúa landsins er margsinnis spurður hvaðan hann eða hún sé eða hvort snerta megi hárið eða húðina. Fyrir fram hugmyndir, einkum um fólk, út frá útliti, kyni, kynhneigð, uppruna eða þeim hópi sem það tilheyrir sem standast ekki skoðun. Til dæmis að karlar hafi áhuga á íþróttum, þeldökkt fólk sé líklegra til að fremja glæpi eða að múslímar séu hryðjuverkamenn. Fordómar Mismunun Öráreitni Staðalmyndir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=