202 Tímarammi Í heild 6 kennslustundir dreifðar á einn mánuð. + 2 kennslustundir: Kynning og uppsetning verkefnis. + ½ kennslustund vikulega: Skoða framgang verkefnis. + 2 kennslustundir í lok mánaðarins: Skýrsla kláruð og niðurstöður skoðaðar. Undirbúningur Fara yfir skýrslugerð með nemendum og hvað skiptir máli í henni. Prenta út skýrslublað á næstu síðu eða fá nemendur til að setja sjálfstætt upp rannsóknarskýrslu. Frekari samþætting við aðrar greinar Samþætting við stærðfræði: + Hægt væri að nýta verkefnið til þess að samþætta með fjármálafræðslu og skoða hvernig við getum nýtt betur fjármuni. Samþætting við heimilisfræði: + Hægt væri að skoða matarsóun og hvernig hægt er að nýta betur matvæli. Samþætting við textílmennt: + Hægt væri að skoða fatasóun og hvernig draga út má hana. Hægt væri að taka fyrir endurhönnun fatnaðar með því að fá nemendur til að mæta með eigin fatnað sem ekki er notaður lengur og honum gefið framhaldslíf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=