Sjálfbærni - verkefnabanki

20 Samstæðuspil (fyrir 2-4 spilara) a. Hugtökunum og skýringunum er snúið niður svo nemendur sjái hvorugt. b. Sá sem síðast fór til tannlæknis byrjar á að snúa tveimur spjöldum á borðinu. Ef spjöldin tvö sýna hugtak og útskýringu sem passa saman dregur sá til sín spilin og fær að gera aftur. c. Ef spjöldin tvö passa ekki saman á næsti leik og snýr upp tveimur spjöldum. d. Leikurinn er endurtekinn þar til öll spjöldin á borðinu klárast og vinnur sá sem er með flestar samstæður. Orð af orði (fyrir 4 spilara) a. Skiptið stokknum í tvo bunka. Annan með orðunum og hinn með skýringunum. Setið orðskýringarnar til hliðar. b. Tveir og tveir eru saman í liði og ákveða hvor byrjar að a) útskýra og b) giska. c. Lið 1 hefur nú 30 sekúndur til að draga orð úr stokknum þar sem leikmaður a) útskýrir orðið fyrir leikmanni b) án þess að nota orðið sjálft. Ef leikmaður b) giskar á rétt orð fær liðið að halda spjaldinu eftir. d. Eftir 30 sekúndur er komið að liði 2 sem endurtekur leikinn. Þegar öll spjöldin úr stokknum eru búin eru stigin talin. Það lið sem safnaði fleiri spjöldum hefur sigrað. Verkfæri + Útprentuð blöð, karton, skæri og lím. Afurð + Stokkur með hugtakakortum. Hópastærð 2-6 nemendur Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-2 kennslustundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=