Sjálfbærni - verkefnabanki

194 Viðmið um árangur + Verkefnið er merkt með fyrirsögn og nöfnum þeirra sem unnu það. + Nemendur skrifa eða teikna hvernig hluturinn hefur þróast frá því hann fyrst fram. + Nemendur skoða hvort hluturinn hafi átt einhvern forvera áður en hann var eins og hann er þekktur í dag. + Nemendur velta fyrir sér umhverfisáhrifum hlutarins og í hvaða formi hluturinn var vistvænastur. + Nemendur velta fyrir sér útliti og framleiðslu hlutarins eftir 50 ár. Hópastærð 3–4 nemendur Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 3 kennslustundir Afurð Verkefninu er skilað sem A3 veggspjaldi. Verkfæri + Nettengd tölva, A3 blað, skriffæri og litir. Undirbúningur Kennari þarf að nálgast A3 blöð og passa að allir hópar hafi aðgang að litum og skriffærum. Gott getur verið að hafa aðgang að nettengdri tölvu til að leita að upplýsingum eða bækur. Kennari getur stýrt verkefninu frekar með því að gefa hverjum hóp hlut t.d. Myndavél, tónlistarspilara, eldavél, saumavélar, ísskáp o.s.frv. Frekari samþætting við aðrar greinar Hér er kjörið tækifæri til að samþætta með öðrum list- og verkgreinum. Hægt er að fjalla t.d. um geymslu matvæla í tímans rás með áherslu á hvaða aðferðir voru nýttar í heimalandinu í heimilisfræði, kafa í sögu upptöku hljóðs og hljóðspilunar í tónmennt og framleiðsluaðferðir fatnaðar í gegnum tíðina í textílmennt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=