Sjálfbærni - verkefnabanki

192 Frekari samþætting við aðrar greinar Samþætting með stærðfræði: + Gera súlurit yfir hvaðan fötin í hópnum koma + Reikna út hlutfall fatnaðar sem ferðast ákveðnar vegalengdir t.d. 0–2500 km, 2500–5000 km, 5000–10000 km og 10000 km og lengra. Samþætting með samfélagsfræði: + Hengja upp landakort og skrá inn á hvaðan fatnaður er í nokkrum nemendahópum en þá sést greinilega hvar langflest föt eru framleidd. + Í framhaldi má ræða hvaða aðbúnað og vinnuréttindi fólk hefur í þessum löndum. + Nemendur gætu svo skoðað hvaða áhrif sanngjarnir viðskiptahættir (e. fair trade) hafa á vöruverð og framboð og kosti og galla þess að framleiða hluti nær heimabyggð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=