Sjálfbærni - verkefnabanki

190 Fleiri ( 3–4 nemendur): Skoðið hugleiðingar hvor annars. Var einhver með flík sem var búin til í sama landi? Hvaða hugmyndir höfðu þið um ferðamáta fatnaðarins frá verksmiðju og þar til hún komst í ykkar hendur. Allur nemendahópurinn: Kennari tekur saman niðurstöður á töflu eða í tölvuforriti, niðurstöður má t.d. merkja á landakort. Hafðu í huga Einn: + Hvernig ferðuðust fötin þín í búðina sem þú keyptir þau í? + Hversu langt ferðuðust fötin þín? Skoðið kortabók eða kort á netinu + Hefðir þú getað verslað svipuð föt á umhverfisvænni hátt? + Reiknið út vistspor fatnaðarins Fleiri: + Eruð þið sammála um vegalengd sem fatnaðurinn ykkar þurfti að ferðast? + Eruð þið sammála um með hvaða ferðamáta fatnaðurinn ferðaðist? Allir: + Hvaðan koma flest fötin? En fæst? + Af hverju er svona mikið af fötum framleidd á ákveðnum stöðum í heiminum? + Gætum við framleitt meira af fatnaði hérlendis? + Hvað kom okkur mest á óvart við þetta verkefni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=