188 Viðmið um árangur + Í verkefninu er rætt um hvaða hlutir eru nú þegar vistvænir við hátíðina. + Í verkefninu er skoðað hvaða hluti hægt væri að gera vistvænni. + Í verkefninu eru myndir sem lýsa vel verkefninu. + Í verkefninu er vísað í að minnsta kosti eina heimild. + Verkefnið er merkt með fyrirsögn og nöfnum þeirra sem það unnu. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 3 kennslustundir Afurð Verkefninu er skilað sem myndbandaverkefni eða fræðsluleikþætti. Verkfæri + Nettengd tölva, skriffæri og blað. Undirbúningur Gott getur verið að ræða við nemendur um hinar ýmsu hátíðir þar sem hefðir eru mismunandi milli landa. Verkefnið má því yfirfæra á allskonar hátíðir til dæmis afmæli, útskriftir, fermingar eða aðra siði tengda menningu heimalands nemenda. Frekari samþætting við aðrar greinar Hægt er að samþætta þetta verkefni við allar list- og verkgreinar með einhverjum hætti. Þannig gætu nemendur búið til sitt eigið skraut fyrir jólin í myndmennt, textílmennt eða smíði. Nemendur gætu bakað í heimilisfræði úr vistvænum vörum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=