Sjálfbærni - verkefnabanki

180 3. Samstarfsverkefni við heimilisfræði Farið út og týnið, veiðið eða finnið eitthvað af auðlindum ykkar og nýtið áfram. Vaxa ber eða kryddjurtir í nágrenni skólans? Er hægt að fara og veiða fisk í næsta nágrenni. Þið getið sultað, bakað muffins með berjunum, nýtt kryddjurtir í matseldina og eldað fiskinn. 5. Skoðaðu hvernig má minnka sóun í þínu nærumhverfi Hér er upplagt að búa til hópa sem skoða hvað má bæta í ykkar nærumhverfi þegar kemur að sóun. Sem dæmi má nefna; Þrif á umhverfinu? Umbúðir á matvöru í búðinni? Eru það matarafurðir sem er hent í næsta bakaríi. Nemendur semja bréf til fyrirtækja/stofnana/bæjarstjórnar og benda á hluti sem mega betur fara og koma með hugmyndir af lausnum. 4. Góðgerðarvika Safnið efnivið sem fellur til að heimann. Úr honum má t.d. prjóna bangsa og gefa á spítala, sauma slefsmekki handa ungabörnum, sauma grjónapúða, fjölnotapoka eða slíkt og gefa til næstu hjálparsamtaka eða selja fyrir lítinn aur á skólamarkaði og styrkja góðgerðarmál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=