Sjálfbærni - verkefnabanki

178 Afurð Teiknimyndasaga má vera á blaði eða í tölvu. Viðmið um árangur + Ef hluturinn fær ekki framhaldslíf, sérð þú fyrir þér að hann gæti átt það? Ef já, hvernig? + Hvernig mætti lengja líftíma hlutarins og sérðu fleiri notkunarmöguleika fyrir hann? + Í verkefninu er hluturinn sem fjalla á um kynntur og sagt úr hverju hann er. + Í verkefninu er fjallað um hvort hluturinn sé endurvinnanlegur eða ekki. + Í verkefninu er fjallað um hvað verður um hlut þegar hann hættir að þjóna eigendum sínum. + Í verkefninu er skoðað magn af svona hlutum í sorpinu eða í endurvinnslunni. + Í verkefninu er skoðað hvort hluturinn fái eitthvað framhaldslíf eftir endurvinnslustöðina. + Í verkefninu er velt upp hvernig lengja má líftíma hlutarins. + Í verkefninu er leitað að lausnum til að nýta hlutinn á fleiri vegu. + Verkefnið er merkt með fyrirsögn og nöfnum þeirra sem unnu það. Verkfæri + Nettengd tölva eða skriffæri og blað. Undirbúningur Kennari getur prentað út og fundið allskonar teiknimyndasögublöð á netinu en einnig er líka sniðugt að hafa blöð sem nemendur hafa frjálsa uppsetningu á sögunni sinni á. Hafi nemendur aðgang að nettengdri tölvu má vinna verkefnið í allskonar forritum. Hópastærð Einstaklings- eða paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 3 kennslustundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=