Sjálfbærni - verkefnabanki

170 Undirbúningur Gott er ef kennari er búinn að sanka að sér hlutum úr plasti eða er með hugvekju um hvaða hlutir í kringum nemendur eru úr plasti. Ræða má um hvaða líftíma nemendur telja að þessir hlutir hafi og hvernig má lengja þá. Frekari samþætting við aðrar greinar Verkefnið má samþætta við stærðfræði með því að setja upp niðurstöður í viðeigandi myndritum. Þá er einnig hægt að búa til líkan af allskonar fyrirbærum sem nýtt eru í að búa til orku í list- og verkgreinum. Frekari samþætting við aðrar greinar Samstarfsverkefni um skólann: Hægt væri að fara í plastsöfnun í skólanum í eina viku á opnu svæði eins og í matsal. Samþætting við stærðfræði: Í stærðfræði væri hægt að vigta plastið og komast að því hve mikið plast hver nemandi nýtir í viku í skólanum. Eins væri hægt að taka plastið og flokka það eftir mismunandi tegundum plasts í náttúrufræði. Samþætting við list- og verkgreinar: Hægt væri að vinna verkefni þar sem unnið er aðeins með plast sem fellur til af heimilum eða í skólanum og sauma t.d. veski og töskur, búa til listaverk eða finna leiðir til að nýta dósir og dollur sem geymsluílát í skólastofum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=