Sjálfbærni - verkefnabanki

17 Verkfæri + Skriffæri. + Myndir 1 og 2 útprentaðar eða á stafrænu formi. + Blað fyrir nemendur að skrá niður hugleiðingar sínar. Hópastærð Einstaklingsverkefni með möguleika á umræðum í 5-8 manna hópum. Námsgreinar Samfélagsgreinar, lífsleikni, móðurmál. Tímarammi 60-90 mínútur Afurð Útfylltur sjálfsmyndarhringur og ígrundun. Verkefnið getur reynst sumum nemendum viðkvæmt og mjög persónulegt og gott að verkefnið sé unnið einstaklingslega. Nemendur geta skilað hugleiðingum sínum til kennara eða í litlum hóp, þar sem traust og gagnkvæm virðing ríkir. Viðmið um árangur + Ég get gert mér grein fyrir hvernig ólíkir þættir móta mig, sjálfsmynd mína og stöðu. + Ég get séð hvernig fólk upplifir ýmist fordóma eða forréttindi, eftir því hvaða samfélagshóp það tilheyrir. + Ég get sett mig í spor annarra sem eru ekki í sömu stöðu og ég. + Hvaða hluta af þinni sjálfsmynd hugsar þú oftast um eða finnur oftast fyrir? + Hvaða hluta af þinni sjálfsmynd hugsar þú sjaldnast um? Hvers vegna ætli þú hugsir sjaldan um þessa hluti?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=