169 Afurð Verkefninu er skilað sem myndbandi eða leikþætti. Viðmið um árangur + Til eru mismunandi plasttegundir - hverjar eru þær og hver er munurinn á þeim? + Hvaða staðgengla má nota í staðinn fyrir að framleiða hluti úr plasti? Hverjir eru kostir þessara efna? En gallar? + Í verkefninu er fjallað um að minnsta kosti einn hlut úr plasti og hringrás hans. + Í verkefninu kemur fram hvers konar hlutir það eru sem eru helst úr plasti. + Í verkefninu er fjallað um hvað hefur áhrif á líftíma plasts. + Í verkefninu er fjallað um mismunandi tegundir plasts og helsta muninum á þeim. + Í verkefninu er fjallað um hvaða fyrirbæri hægt er að framleiða sama hlut úr sem er ekki plast og kostir og gallar þess koma fram. + Verkefnið er merkt með fyrirsögn og nafni þeirra sem unnu það. + Vísað er í að minnsta kosti eina heimild í verkefninu. Verkfæri + Nettengd tölva, upptökutæki og/eða skriffæri og blað. Hópastærð Einstaklings- eða paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 4 kennslustundir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=