Sjálfbærni - verkefnabanki

161 Hópastærð Einstaklingsverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 2 kennslustundir Undirbúningur Blöð og skriffæri eða nettengd tölva ásamt öðrum gögnum sem nemandi telur sig þurfa. Sem undirbúning þarf kennari að vera búinn að skoða sjálfbærni. Þegar nemendur skoða hugtakið sjálfbærni er oft gott að hafa nærtæk dæmi til þess að auka skilning nemenda á fyrirbærinu. Eins og fram kemur í lesbókinni erum við t.d. með kerfi sem passa upp á að við ofveiðum ekki fiskinn í sjónum eða fuglana sem búa á landinu okkur. Slík kerfi eru að passa upp á jafnvægi í lífríkinu. Frekari samþætting við aðrar greinar Hægt er að nýta sjálfbærni í öllum námsgreinum og þannig ræða um sjálfbærni á víðum grunni. Úr hverju er t.d. klósettpappírinn okkar, blöðin sem við teiknum á í textílmennt, borðin okkar eða hurðarnar. Hvernig getum við tryggt að komandi kynslóðir upplifi þessa hluti sem við sjáum og nýtum okkur dagsdaglega?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=