Sjálfbærni - verkefnabanki

16 Verkefnalýsing Í þessu verkefni skalt þú velta fyrir þér stöðu þinni og sjálfsmynd og þeim mörgu þáttum sem móta hana. Skoðaðu vel fyrri hringinn (mynd 1) og reyndu að átta þig á hvar þú gætir staðsett þig og hvers vegna ákveðnir hópar eru forréttindahópar og aðrir jaðarsettir. Þú staðsetur þig svo í hverjum geira innan hringsins á seinni hringnum (mynd 2) með því að skrifa 1-2 orð sem lýsa þér og þinni stöðu innan þess geira. Þú þarft þannig bæði að átta þig á því hver staða þín sem einstaklings er á mörgum ólíkum sviðum en líka að velta því fyrir þér hvort stöðu þinni fylgi mögulega einhver samfélagsleg forréttindi eða jaðarsetning. Samhliða því sem þú staðsetur þig innan hringsins skaltu velta fyrir þér punktunum í Hafðu í huga hluta verkefnisins hér fyrir neðan. Þegar þú hefur lokið við að fylla út í hringinn skaltu vinna stutta ígrundun þar sem þú gerir grein fyrir því hverjar niðurstöður þínar voru, bæði hvað varðar stöðu þína og hvernig þú fylltir út í hringinn en líka með hugleiðingum um spurningarnar í Hafðu í huga. Ígrundunin getur hvort heldur sem er verið rituð eða munnleg (upptaka). Hafðu í huga + Hvaða hlutar af þinni sjálfsmynd hafa mest áhrif á hvernig þú sérð þig sjálft/sjálfa/n? + Hvaða hlutar af þinni sjálfsmynd hafa mest áhrif á hvernig þú heldur að aðrir sjái þig eða hugsi um þig? Markmið + Að nemendur velti fyrir sér hvernig ólíkir þættir móta sjálfsmynd þeirra og hafa áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu. + Að auka meðvitund nemenda um forréttindi og hvernig einstaklingar hugsa sjaldan um eigin forréttindi eða ójafna stöðu annarra. + Að vekja nemendur til umhugsunar um hvernig við tilheyrum ákveðnum hópum, fordóma annarra og margbreytileika í samfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=