Sjálfbærni - verkefnabanki

158 Hópastærð Einstaklingsverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 1 kennslustund Undirbúningur Hægt er að vera með borð með allskonar hlutum á sem kennari hefur nýtt sér þann daginn allt frá ritföngum upp í tölvu sem hugvekju. Einnig er hægt að vera búin að leggja inn t.d. hugarkort sem kveikju að uppsetningu. Frekari samþætting við aðrar greinar Hægt er að nýta þetta verkefni sem hugvekju í öllum list-og verkgreinum. Þannig að þegar nemendur mæta í textílmennt væri til dæmis hægt að spyrja þá hvort garnhnykillinn væri manngerður eða náttúrulegur og efnið sem hann væri búinn til úr. Í heimilisfræði væri hægt að spyrja um innihalds- efni sem baka á úr ásamt áhöldum og eins í smíðinni. Sumir hlutir sem við notum eru manngerðir en eru úr náttúrulegum efnum t.d. þegar búið er að spinna ull.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=