152 Talaðu, leiktu, teiknaðu Verkfæri: Spjöldin sem innihalda hugtökin (útskýringarnar eru geymdar hér) Lið: 3–4 saman Spilareglur: 1. Nemandi velur hvort hann ætlar að tala, leika eða teikna hugtakið sem hann dregur 2. Nemandi dregur hugtak 3. Nemandi talar/leikur/teiknar hugtakið 4. Liðsfélagar fá að giska í tiltekinn tíma (30 sekúndur) 5. 1 stig hlýst fyrir rétt svar - ef tíminn rennur út fær hitt liðið að giska Afurð Spil sem hægt er að nýta á fjölbreyttan hátt t.d. Þetta eru einungis hugmyndir um leiðir til að nýta spjöldin en einnig er hægt að spilaveiðimann og án efa fleiri spil. Samstæðuspil Verkfæri: Allur spilastokkurinn bæði hugtökin og útskýringarnar. Spilalag: 2–3 spila saman — kastað er upp á tening hver byrjar og hæsta talan hefur leik. Spilareglur: 1. Einn nemandi í einu snýr við tveimur spjöldum. a. Ef hugtak og útskýring kemur upp þá tekur viðkomandi þau spjöld til sín. b. Ef hugtak og útskýring kemur ekki upp þá á næsti að gera. 2. Ef hugtak og útskýring kemur upp þá tekur viðkomandi þau spjöld til sín. 3. Sá vinnur sem hefur fengið flest hugtök og útskýringar til sín.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=