Sjálfbærni - verkefnabanki

148 HVAÐ GETUM VIÐ GERT? 1. Átak um að ganga í skólann Að ganga í skólann er ekki bara heilsusamlegt heldur einnig umhverfisvænt. Hvetjið skólasamfélagið allt til þess að koma sér á eigin orku til og frá skólanum. 2. Gróðursetja tré til að minnka vistspor Þar sem okkur tekst ekki að binda nema lítinn hluta koltvíoxíðs er mikilvægt að gróðursetja fleiri tré. Kynnið ykkur hvort eitthvað slíkt átak sé fyrir hendi í ykkar heimabyggð og hvort og hvernig þið getið komið að því. 3. Ræktun matvæla í skólanum/heimilinu Ýmsar afurðir sem við erum að kaupa er hægt að rækta í skóla eða í heimabyggð. Skoðið með hvaða móti þinn skóli eða þín heimabyggð gætu orðið sjálfbærari hvað matvæli varðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=