146 Gott getur verið að horfa á fréttaþátt til að líkja eftir uppsetningu. Takið eftir því að það er einhver inngangur; lag - kynning og slíkt, svo kemur fréttin og að lokum niðurlagið; áhorfendur eru kvaddir. Hafðu í huga Verkfæri + Lesbókin, nettengd tölva, upptökutæki eða blað og skriffæri. Viðmið um árangur + Nemendur setja upp handrit og skýrt er hvaða hlutverk hver hefur + Nemendur útskýra hvað loftslagsbreytingar eru. + Nemendur útskýra hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á það fyrirbæri sem þeir völdu sér. + Nemendur koma með hugmyndir af lausnum, hvernig við getum minnkað loftslagsbreytingarnar og þar af leiðandi áhrif á fyrirbærið. Afurð Fréttaskýringaþáttur - getur verið annað hvort myndband eða leikþáttur. + Hvað eru loftslagsbreytingar? Af hverju eru þær að eiga sér stað? + Hvaða áhrif hafa þær á fyrirbærið sem þið völduð ykkur? + Hvernig getum við dregið úr þessum loftslagsbreytingum? + Hvaða lausnir hafið þið?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=