14 1. Okkur ber skylda til þess að taka vel á móti flóttafólki. 2. Vegna þess að við búum í ríku landi ættum við að bjóða öllum þeim sem eru frá öðru landi að búa hér. 3. Þegar fólk flytur til nýs lands á því að vera skylt að læra tungumál þess lands. 4. Sum tungumál eru mikilvægari en önnur og eiga meiri rétt á sér. 5. Það er mikilvægt að allir í heiminum tali ensku, jafnvel þó það þýði að önnur tungumál deyi út. 6. Ef tungumál er lítið og fáir tala það skiptir litlu máli hvort það hverfi með tímanum. 7. Þegar fólk flytur til nýs lands á því að virða hefðir og lifnaðarhætti fólksins í landinu sem það býr í meira en sína eigin. 8. Það er í lagi að taka land af öðrum. 9. Þegar fólk flytur til nýs lands á það að tala, hugsa, hegða sér og lifa eins og hinir. 10. Ef fólk er trúað en fólkið í landinu sem það býr í er almennt ekki trúað, ætti það að fela trú sína. Tilbrigði Þegar nemendur hafa tekist á við fullyrðingarnar gætu ígrundað umræðurnar og verk til dæmis með eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða álitamálum fannst mér erfitt að svara? Af hverju fannst mér það? 2. Var eitthvað sem þú lærðir eða kom þér á óvart? 3. Breyttist afstaða þín til einhverra álitamála í gegnum umræðurnar? Afurð
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=