Sjálfbærni - verkefnabanki

138 Verkfæri + Nettengd tölva eða A4 blað, skriffæri og litir. Viðmið um árangur + Nemandi segir frá því hvað loftslagsbreytingar eru. + Lífvera er tekin fyrir og gert grein fyrir lífríki hennar og lifnaðarháttum. + Fram koma áhrif loftslagsbreytinga á lífveruna . + Nemandi ræðir hvernig minnka má afleiðingar loftslagsbreytinga á lífveruna. + Verkefnið er sett upp sem teiknimyndasaga. + Verkefnið er merkt með fyrirsögn (heiti sögunnar) ásamt nafni þeirra sem unnu það. Afurð Teiknimyndasaga Undirbúningur Kennari getur prentað út og fundið allskonar teiknimyndasögublöð á netinu en einnig er gott að hafa blöð þar sem nemendur geta haft frjálsa uppsetningu á sögunni sinni. Hafi nemendur aðgang að nettengdri tölvu má vinna verkefnið í allskonar forritum. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt Tímarammi 4 kennslustundir + Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á lífveruna? + Hvaða möguleikar eru á því að minnka afleiðingar loftslagsbreytinga á lífveruna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=