Sjálfbærni - verkefnabanki

136 Verkfæri + Dagblöð, tímarit, leir eða annað til að búa til líkön af gróðurhúsalofttegundunum. + Skriffæri og blöð eða tölva. Viðmið um árangur + Nemandi fræðist um lofttegundir gróðurhúsaáhrifanna. + Nemandi viti hvaðan gróðurhúsalofttegundirnar koma. + Nemandi viti hvernig við getum minnkað áhrif gróðurhúsalofttegunda. + Nemandi geti búið til líkan af gróðurhúsalofttegund á skapandi hátt. + Nemendur geta unnið vel saman. + Nemandi vísar í að minnsta kosti eina heimild. Afurð Líkan af einni gróðurhúsalofttegund ásamt fræðslu um þá gróðurhúsalofttegund. Undirbúningur Safna þarf saman efnum til líkanagerðar s.s leir, eða búa til trölladeig, dagblöð, tímarit, álpappír, gifs eða annað sem gæti nýst. Mælt er með að endurnýta efni sem fellur frá heimilum og einnig nýta efni þannig að það má endurvinna þau eða endurnýta í önnur verkefni ef ætlunin er ekki að eiga líkönin og nýta þau áfram. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og myndmennt. Tímarammi 6 kennslustundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=