Sjálfbærni - verkefnabanki

133 Hafðu í huga + Hvað eru gróðurhúsaáhrifin? + Hvað hefur áhrif á þau? + Hvaða áhrif hafa gróðurhúsaáhrifin á lífríkið á Jörðinni? + Verðum við að hafa gróðurhúsaáhrifin eða viljum við losna alveg við þau? + Hvernig getum við minnkað gróðurhúsaáhrifin? Verkfæri + Skriffæri og blað eða tölva auk annarra hluta sem nemandi telur sig þurfa til að skila verkefninu á sinn hátt. Viðmið um árangur + Nemandi sýnir þekkingu á gróðurhúsaáhrifum. + Nemandi gerir grein fyrir jákvæðum áhrifum gróðurhúsaáhrifa á lífríki Jarðar. + Nemandi gerir grein fyrir neikvæðum áhrifum gróðurhúsaáhrifa á lífríki Jarðar. + Nemandi skilar verkefninu eftir eigin áhuga og vinnur sjálfstætt að því. + Nemandi leitar sjálfstætt eftir upplýsingum um gróðurhúsaáhrifin. Afurð Skil á verkefninu eru frjáls. Nemendur eru hvattir til að skoða veggspjald um skapandi skil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=