Sjálfbærni - verkefnabanki

131 Undirbúningur Gott er að kennari sé búinn að búa sér til bjargir ef á þarf að halda. Frekari samþætting við aðrar greinar Hægt er að taka þetta verkefni enn lengra með því að samþætta það við heimilisfræði. Nemendur gætu grillað grænmeti t.d. rófur of lengi svo þær breytist í kolefni eða ristað brauð þar til það brennur til þess að sýna þeim að þessir hlutir innihaldi kolefni. Möguleiki væri einnig að skoða demanta í samanburði við gervidemanta og prófa hörku bæði kolefnisins og demants. Viðmið um árangur + Nemendur fjalla um kolefni á sinn hátt. + Nemendur geri sér grein fyrir hvernig þrýstingur getur breytt ásýnd hluta. + Nemendur geri sér grein fyrir að kolefni er víða. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 6 kennslustundir Afurð Skil á verkefninu eru frjáls. Nemendur eru hvattir til að skoða veggspjald um skapandi skil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=