Sjálfbærni - verkefnabanki

129 Verkfæri + Skriffæri, litir og blöð eða teikniforrit í tölvu. Afurð Verkefninu á að skila sem teikningu. Hópastærð Einstaklings- eða paraverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og myndmennt Tímarammi 2 kennslustundir Hafðu í huga Viðmið um árangur + Hvar er kolefnið í hverju skrefi í hringrás kolefnis? + Er kolefnið bundið í lofttegund, lífveru eða einhverju öðru? + Gætum við fjarlægt kolefnið úr einhverjum hluta keðjunnar? Rökstuddu. + Eru einhverjir hlutar hringrásarinnar sem eru háðari kolefni en aðrir? + Hringrás kolefnis útskýrð á því svæði sem nemendur völdu sér. + Staðsetning kolefnis skráð á öllum tímapunktum . + Nemendur tjái sig og sýni skilning á mikilvægi kolefnis. Undirbúningur Sækja blöð og skriffæri ásamt því að finna bjargir fyrir nemendur ef aðgangur að tölvum er ekki til staðar. Frekari samþætting við aðrar greinar Hér væri hægt að vinna gagngert með kolefni t.d. með því að búa til kol í heimilisfræði með því að baka/grilla grænmeti of lengi, rista brauð of mikið þar til það verður svart eða með því að brenna spýtu í smíði og nýta svo kolið til þess að lita með í myndmennt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=