Sjálfbærni - verkefnabanki

128 Markmið HVAÐ ER KOLEFNI? + Að þekkja hringrás kolefnis og tilgang kolefnis í hringrás lífsins. Verkefnalýsing 1. 2 mínútur - einstaklingur: Skráðu niður allt sem þú veist um kolefni. Kennari stoppar tímann og borðin ræða saman um það sem þeir vita. 1. 2 mínútur - pör: Rannsakið nú kolefni - þið getið slegið kolefni inn í leitarvél eða skoðað í bókum. 1. 40 - 60 mínútur: Skoðið nú hringrás kolefnis (carbon cycle) á einhverjum stað að eigin vali (t.d. Frumskóg, sjó, vatni eða landi) og teiknið hana upp. Munið að merkja inn á hvað er að gerast í hverju skrefi og takið sérstaklega eftir kolefninu. 1. 5 - 10 mínútur í lokin: Kennari nýtir tímann til að skoða og ræða hvað nemendur skoðuðu og láta þá segja hvernig hringrás kolefnis er á hverjum stað fyrir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=