Sjálfbærni - verkefnabanki

126 Undirbúningur Kennari þarf að sækja blöð ef ekki er nettengd tölva til staðar. Þegar nemendur hafa fundið myndbönd eða tónlist sem tengist hugtökunum er hægt að nýta þau sem bjargir og kveikjur fyrir áframhaldandi verkefni. Frekari samþætting við aðrar greinar Hægt væri að samþætta þetta verkefni til dæmis við list- og verkgreinar með því að nýta hugtökin gagngert í þeim greinum. Hafðu í huga + Nemandi gerir hugtak merkingabært fyrir sér. + Nemandi skráir sína útskýringu á hugtakinu. + Nemandi skráir niður útskýringu kennara. + Nemandi teiknar/finnur mynd sem hægt er að tengja við hugtakið. + Nemandi finnur greinar/myndbönd eða tónlist þar sem fyrirbærið er tekið fyrir. Verkfæri + Blað og skriffæri eða nettengd tölva Afurð Hugarkort fyrir hugtök kaflans. Eitt hugarkort er gert fyrir hvert hugtak. Kennari getur valið úr hug- tökum en annars eru hugtökin feitletruð í textanum. Hópastærð Einstaklingsverkefni Námsgreinar Íslenska, náttúrufræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 2 kennslustundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=