Sjálfbærni - verkefnabanki

122 + Jafnrétti + Ógn + Óréttlæti + Hamfarir + Öryggi + Náungakærleikur a. Skrifaðu hjá þér hvað orðin og hugtökin þýða. Veltu því fyrir þér hvernig þú gætir útfært þau og komið þeim til skila með ljósmynd og skrifaðu hugmyndir þínar hjá þér. Hafðu orðin bak við eyrað í daglega lífinu næstu daga og gáðu hvort þú sjáir hluti eða staði sem veita þér innblástur eða hvort þú verðir vitni að atvikum sem þú tengir við hugtökin og getir náð myndum af. b. Veldu eina mynd tengda hverju hugtaki og finndu leið til að fullvinna þær, annaðhvort í appi eða tölvu. c. Settu myndirnar þínar upp í ljósmyndabók í umbrotsforriti, glærugerðarforriti eða ritvinnsluforriti. Hafðu í huga + Orðin og hugtökin eru flest óhlutbundin þótt þau lýsi mörg einhvers konar atferli. Það getur þess vegna getur verið áhugavert að reyna að taka þessar ljósmyndir án þess að það sé manneskja á myndinni. + Leiktu þér með myndavélina og leyfðu þér að vera skapandi! Myndir sem eru dálítið skrýtnar eru oft miklu áhugaverðari og sterkari en þær sem eru venjulegri. + Prófaðu mismunandi stillingar og ólík sjónarhorn áður en þú velur hvaða mynd þú ætlar að nota. + Hugsaðu út í fókus og lýsingu. + Hugaðu að myndbyggingu, það er hvar þú staðsetur myndefnið þitt í rammanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=