119 Viðmið um árangur + Ég get tekið þátt í umræðum um aðstæður fólks á flótta í heiminum af nærgætni og virðingu. + Ég get tjáð þekkingu mína og tilfinningar gagnvart aðstæðum fólks á flótta. + Ég get aflað upplýsinga um neyðarástand á einum stað í heiminum og gert því skil. Hópastærð Einstaklings- og hóp- verkefni (3-4 saman) Námsgreinar Íslenska, erlend tungumál, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 3-4 kennslustundir Verkefnalýsing Látið nemendur fylla út svokallaða KVL (Kann – Vil vita – Hef lært) töflu. Nemendur fylla út ramma K og L áður en horft er á myndina en geyma ramma L þar til eftir að áhorfi lýkur. Nemendur gætu mögulega nýtt töfluna í hópverkefninu. Undirbúningur Áður en vinna við verkefnið hefst þarf að kynna nemendum viðfangsefnið. Kennari byrjar á að útskýra fyrir þeim að þau muni læra um fólk á flótta. Í dag eru um 82,4 milljónir manna um allan heim á flótta vegna stríðs, átaka eða mannréttindabrota. Stærstur hluti fólksins sem hefur flúið er frá einu landi, Sýrlandi, en einnig hafa milljónir flúið frá Venezuela, Afghanistan, Suður-Súdan og Myanmar. Nýlega hafa íbúar Úkraínu neyðst á flótta vegna innrásar Rússa í heimaland þeirra. Sem kveikju að verkefninu er horft á kvikmyndina Refuge og hún rædd í bekknum. Myndin sýnir viðtöl við fólk sem hefur flúið stríðið í Sýrlandi. Í umræðum um myndina er gott að nota svokallað Höfuð — Hjarta — Samviska aðferð þar sem umræðum um viðfangsefni myndarinnar og viðbrögð og upplifun nemenda er skipt upp með þessum hætti: Höfuð: Hvaða upplýsingar fengu nemendur um stöðu flóttafólks? Hjarta: Hvaða tilfinningar vöknuðu? Hvað hreyfði mest við nemendum? Samviska: Hvaða spurningar um réttlæti, ranglæti og ábyrgð vakti myndin?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=