117 Markmið FÓLK Á FLÓTTA + Að nemendur öðlist vitund um manneskjur sem neyðst hafa á flótta. + Að nemendur fái innsýn í aðstæður fólks sem hefur flúið heimili sín vegna stríðs. + Að efla samkennd, réttlætiskennd og samstöðu nemenda með fólki á flótta. Verkefnalýsing Í þessu verkefni horfið þið á stutta mynd sem sýnir viðtöl við fólk sem hefur neyðst á flótta vegna stríðsins í heimalandi sínu, Sýrlandi. Þið takið svo þátt í umræðum um myndina og vinnið að endingu hópverkefni. Þið notið vef flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til að afla upplýsinga um neyðar- ástand í einu landi þar sem fólk hefur verið þvingað á flótta. Svarið spurningunum sem þið skráðuð í ramma V í KVL töflunni ykkar ásamt því að svara eftirfarandi spurningum: A. Hvaðan er fólkið að flýja og hversu margir hafa flúið … a. … en eru innan landamæra landsins? b. … út fyrir landamæri landsins? Til hvaða lands?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=