Sjálfbærni - verkefnabanki

116 Undirbúningur Kennari gæti viljað ræða við nemendur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, segja þeim frá hvað þau eru og hvers vegna þau séu mikilvæg. Það gæti verið góð hugmynd að horfa á TED fyrir- lestur Hans Rosling (sjá „Tilbrigði“) og ræða hann áður en nemendur byrja að svara spurningum á Gapminder síðunni. Afurð Rafrænn spurningaleikur Verkfæri + Nettengd tölva eða snjalltæki. Viðmið um árangur + Ég svaraði ýmsum spurningum um stöðu mála í ýmsum málaflokkum í heiminum í dag. + Ég þýddi valdar spurningar frá ensku yfir á vandaða og góða íslensku. + Ég bjó til rafrænan spurningaleik og lagði fyrir yngri nemendur. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, enska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 4-6 kennslustundir Tilbrigði + Lesið valda kafla úr bókinni Factfulness eftir Hans Rosling og ræðið innihald þeirra í bekknum. + Horfið á þennan TED fyrirlestur Hans Rosling. Ræðið innihald hans, hvort eitthvað kom á óvart og hvort annað var eins og nemendur bjuggust við. Reynum því að forðast að treysta um of þýðingarvélar á borð við Google Translate þótt þær geti verið gagnlegar til margra hluta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=