Sjálfbærni - verkefnabanki

115 Markmið RANGHUGMYNDIR UM RAUNVERULEIKANN + Að nemendur kynnist algengum ranghugmyndum um stöðu ýmissa málaflokka í heiminum í dag. + Að nemendur átti sig á að heimurinn hefur þróast í átt til aukinnar sjálfbærni á undanförnum áratugum. + Að nemendur þjálfist í þýðingu úr ensku yfir á íslensku. Verkefnalýsing Í þessu verkefni fáið þið að kynnast vefnum gapminder.org. Á honum er að finna upplýsingar og leiðréttingar á því hvernig staða ýmissa mikilvægra mála er í heiminum í dag og hvernig þau hafa þróast á undanförnum áratugum. Efnið er sett fram í skemmtilegum spurningaleikjum og fræðslu sem byggð er á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. a. Farið inn á vefinn og farið í gegnum spurningaleikinn. Veljið ykkur a.m.k. 6-8 flokka og spreytið ykkur á spurn- ingunum þar. Prófið að smella á „more“ á milli spurninga og lesið ykkur til um málaflokkinn. b. Veljið 8-10 spurningar sem ykkur finnst áhugaverðar. Þýðið spurningarnar yfir á íslensku og setjið þær upp í rafrænan spurningaleik á því formi sem ykkur finnst skemmtilegt. Fáið leyfi hjá kennara í yngri bekk til að leggja spurningaleikinn fyrir í tíma. Hafðu í huga Þegar við þýðum texta er þó alltaf best að treysta á eigin máltilfinningu þegar við skrifum textann á íslensku. Við getum nýtt þýðingarvélar og rafrænar orðabækur til að hjálpa okkur að þýða einstaka orð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=