114 Hafðu í huga Það sem þú velur að setja í bakpokann getur verið af ýmsum toga. Þetta geta verið persónulegir munir sem þér finnst erfitt að skilja við þig. Ef til vill er þó mikilvægara að huga að þeim hlutum sem eru gagnlegir eða jafnvel lífsnauðsynlegir fyrir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar á meðan þið eruð á flótta undan þeim hörmungum sem þið standið frammi fyrir. Afurð Listi með útskýringum. Verkfæri + Tölva, snjalltæki eða blað og skriffæri. Viðmið um árangur + Ég hef skilning á því hvaða veraldlegu hlutir eru lífsnauðsynlegir. + Ég geri mér grein fyrir því hvaða persónulegir munir hafa gildi fyrir mér og hvers vegna. Hópastærð Einstaklingsverkefni Námsgreinar Samfélagsgreinar Tímarammi 1-2 kennslustundir Tilbrigði + Þið gætuð viljað prófa að raða í bakpokann, koma með hann í skólann og sýna bekkjarfélögum og segja frá því sem þið völduð í hann. + Hægt er að taka ljósmyndir af hlutunum sem þið ákváðuð að setja í bakpokann ykkar og setja verkefnið upp sem glærusýningu eða ljósmyndabók og gera þannig grein fyrir því hvað þið völduð og hvers vegna. + Takið upp stutt samtal eða hlaðvarp í pörum þar sem þið ræðið innihald bakpokanna ykkar og gerið grein fyrir því hvað þið völduð og hvers vegna. + Svo getið þið skrifað flóttasögu fjölskyldu ykkar. Þar gerið þið grein fyrir því hvaða hörmungar þið þurftuð að flýja og undir hvaða kringumstæðum, hvað þið gátuð tekið með ykkur, hvernig ferðalagið var og flóttinn, hvað var erfitt, hvenær þið gátuð glaðst og hvernig vandi ykkar leystist.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=