Sjálfbærni - verkefnabanki

113 Markmið Í BAKPOKANUM + Að nemendur geri sér grein fyrir hvaða veraldlegu eigur þeirra eru nauðsynlegar og skipta þau mestu máli. + Að nemendur átti sig á því að jafnaldrar þeirra víða um heim hafa þurft að yfirgefa heimili sín og skilja allt sitt eftir. Verkefnalýsing Í þessu verkefni skaltu ímynda þér að ófriður eða náttúruhamfarir brjótist út í landi þínu þannig að þú og fjölskylda þín þurfið að yfirgefa heimili ykkar í snatri. Þú hefur ekki mikinn tíma til stefnu og þarft að velja hluti til þess að taka með þér. Eina plássið sem þú hefur til að koma dótinu þínu fyrir er einn bakpoki svo þú þarft að velja vel. Gerðu lista yfir hlutina sem þú ætlar að setja í bakpokann þinn og skrifaðu 1-3 málsgreinar þar sem þú gerir grein fyrir því hvers vegna þú ákvaðst að taka þessa hluti með.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=