111 Hafðu í huga + Leggið ykkur fram um að nota tungumálið og orðin ykkar til að sýna fólk, staði, tilfinningar, upplifanir og framvindu frekar en að segja frá. + Þið getið haft söguna ykkar í 1. eða 3. persónu; nútíð eða þátið; í samtímanum, fortíðinni eða framtíðinni; á Íslandi, í útlöndum, í óræðum eða ímynduðum heimi. Ykkar er valið, en veltið þessu fyrir ykkur og takið afstöðu. Afurð Stutt saga. Verkfæri + Hljómflutningstæki, blöð og skrifæri eða tölva. Viðmið um árangur + Ég tók virkan þátt í umræðum um textann við Imagine. + Ég skrifaði sögu þar sem ég skapaði persónu, umhverfi og aðstæður sem sóttu innblástur í lagið. + Sagan mín veltir upp og svarar spurningum um draumaheim Lennons úr laginu. + Hvernig hafa eignir fólks áhrif á lífsgæði og friðsæld í heiminum? En í heimalandi ykkar? + Hefur það áhrif á frið í heiminum að sum lönd séu rík og önnur fátæk? + Hvernig geta trúarbrögð stuðlað að ófriði? Þekkið þið dæmi um það? 2. Skrifið stutta sögu (a.m.k. 150-200 orð) þar sem þið skapið persónu sem vaknar í nýjum heimi þar sem einhverjar af hugmyndum Lennons, eða allar, hafa orðið að veruleika. Veltið því upp í sögunni hvernig heimurinn hefur breyst og hvernig þessi breytti heimur blasir við sögupersónunni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=