110 Markmið ÍMYNDAÐU ÞÉR + Að nemendur kynnist tónlist og hugmyndum Johns Lennon um bræðralag og frið. + Að nemendur velti fyrir sér hvernig efnahagur, trúarbrögð og landamæri eru manngerðar hugmyndir sem geta mögulega stuðlað að ófriði. Verkefnalýsing Í laginu Imagine söng John Lennon um ímyndaðan heim þar sem væru engin lönd, engin trúarbrögð og engar eignir. Þegar við værum laus við þessi atriði myndu íbúar alls heimsins lifa í friði og bræðralagi. 1. Hlustið á lagið og ræðið svo eftirfarandi spurningar í smáum hópum: + Hvernig geta lönd verið ástæða þess að fólk drepur og deyr? + Hvers vegna eru landamæri? Hver ákveður þau? Geta þau breyst?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=