Sjálfbærni - verkefnabanki

108 Hafðu í huga Stríðsátök eru ekkert gamanmál. Börn og unglingar sem búa við stríðsátök geta lifað í stöðugum ótta um líf sitt og fjölskyldu, heimili sitt og heimabæ. Þar sem stríðsátök hafa geisað lengi búa börn og unglingar oft við mjög skert réttindi, fá litla menntun og takmarkað athafnafrelsi. Við leggjum okkur því fram um að fjalla um viðfangsefni okkar af samkennd, nærgætni og virðingu. Afurð Glærukynning Verkfæri + Nettengd tölva, glærugerðarforrit. Viðmið um árangur + Ég kynnti yfirstandandi stríðsátök fyrir bekkjarfélögum mínum. + Ég svaraði spurningum í verkefnislýsingu í kynningunni minni. + Ég átta mig á að í heiminum er margt fólk sem býr við flóknar og erfiðar aðstæður. + Hvar fara átökin fram? + Milli hverra eru átökin? + Hversu lengi hafa átökin staðið yfir? + Hvers vegna hófust átökin? + Hversu margir hafa fallið í átökunum? + Hvað hefur verið gert til að leysa vandann? + Hvað getum við gert til að leggja okkar af mörkum? + Hvernig er staðan í dag? Reynið að finna nýlegar fréttir af átökunum sem þið eruð að kynna ykkur til að geta áttað ykkur á því hvað hefur gerst síðustu daga eða vikur. Reynið líka að setja ykkur í spor jafnaldra ykkar á hinu stríðshrjáða svæði og segið frá hvernig daglegt líf þeirra gæti verið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=