Sjálfbærni - verkefnabanki

105 Verkfæri + Pappír og skriffæri eða tölva. + Karton, skæri, litir og lím til að búa til veggspjald. + Tölva, spjaldtölva eða sími til að vinna margmiðlunarefni. + Annað efni sem gæti þurft eftir vali nemenda um skil. Nemendur hafa val um ýmsar skapandi leiðir til að skila af sér verkefninu. Afurð 3. Veldu þér skapandi leið til að koma ljóðinu frá þér. Þú gætir t.d. gert myndskreytt veggspjald þar sem andstæðurnar koma fram, þú gætir samið lag við ljóðið, tekið upp myndbandsmynd- skreytingu og tekið upp upplestur á ljóðinu yfir. 4. Sýndu bekknum verkefnið þitt og segðu frá því. + Góð ljóð eru oft með ríkulegu myndmáli þar sem einum hlut er líkt við annan eða dauðum hlutum gefnir mannlegir eiginleikar. Prófaðu að leika þér með það þegar þú skrifar ljóðin þín. + Þú getur reynt að horfa inn á við og finna orð sem lýsa innri ókyrrð eða friði og reynt að yfirfæra þau á friðar- eða ófriðarástand, eða öfugt. Hafðu í huga Viðmið um árangur + Ég þekki ólíka orðflokka og get fundið fjölbreytt orð sem tilheyra þeim. + Ég get nýtt fjölbreyttan orðaforða til að skrifa blæbrigðaríkan texta. + Ég nýti styrkleika mína og áhuga til að velja leið til að skapa afurð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=