Sjálfbærni - verkefnabanki

104 Markmið NOKKUR ORÐ UM STRÍÐ OG FRIÐ + Að nemendur æfi fjölbreytta orðanotkun í skapandi skrifum. + Að nemendur átti sig á þeim andstæðum sem stríð og friður eru. Verkefnalýsing Þetta verkefni er í fjórum hlutum og er mikilvægt að leggja vinnu og alúð í alla þætti þess. 1. Þú skrifar 6-8 sagnorð, 6-8 lýsingarorð og 6-8 nafnorð sem eru á einhvern hátt lýsandi fyrir frið og friðarástand. Settu svo niður jafnmörg orð sem eru á einhvern hátt lýsandi fyrir átök eða stríðsástand. 2. Notaðu orðasafnið þitt til að búa til tvö ljóð þar sem andstæðurnar milli stríðs og friðar koma fram. Ljóðin þín þurfa ekki að vera rímuð eða stuðluð en mega auðvitað vera það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=