Sjálfbærni - verkefnabanki

103 Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 3-6 kennslustundir Undirbúningur Kennari þarf að prenta út friðarorðin sem fylgja verkefninu og klippa niður til þess að afhenda nem- endum. „Ef þú vilt enda stríð, í staðinn fyrir að senda skotvopn, sendu bækur. Í staðinn fyrir að senda skriðdreka, sendið skriffæri. Í staðinn fyrir hermenn, sendið kennara.“ — Malala Yousafzai „Ef þú vilt frið, talaðu ekki við vini þína. Talaðu við óvini þína.“ — Desmond Tutu „Þú getur ekki tekist í hendur með krepptan hnefa.“ — Indira Gandhi „Friður þýðir ekki engin ágreiningur; það verður alltaf ágreiningur. Friður þýðir að leysa ágreining með friðsamlegum leiðum; í gegnum samtal, menntun, þekkingu og af mannúð.“ — Dalai Lama „Friður á sér stað þegar allt það besta sem við höfum, allt sem við erum, er lagt af mörkum til þess að skapa heim sem styður alla. En friður er líka að tryggja pláss fyrir aðra til að leggja af mörkum það besta sem þau hafa og sem þau eru.“ — Hafsat Abiola „Ef þú vilt frið við óvin þinn verður þú að vinna með óvini þínum. Þá verður hann félagi þinn.“ — Nelson Mandela „Friði er ekki haldið með valdi; friði er náð með skilningi“ — Albert Einstein „Ekkert í lífinu er til þess að hræðast það, heldur til þess að skilja það. Núna er tíminn til þess að skilja meira, svo við megum hræðast minna.“ — Marie Curie „Hafðu í huga að samfélag dæmist ekki út frá því hvernig hinir auðugu og þeir sem njóta forréttinda hafa það, heldur gæðum þess lífs sem er skapað fyrir hina vanmáttugu.“ — Javier Perez de Cuellar „Ég sór að vera aldrei hljóður þegar fólk þyldi þjáningu og niðurlægingu. Við verðum alltaf að taka afstöðu. Hlutleysi er þeim í hag sem kúgar, aldrei þolanda. Þögn styrkir kvalarann, aldrei þann sem kvelst.“— Elie Weisel

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=