102 Skref 3 – Umræður Eftir að hvert par hefur lesið upp sína tilvitnun er komið að hinum nemendunum að tjá sig um það sem þau heyrðu. Skref 4 – Skapa Hér fá nemendur frelsi til að tjá það sem þau lærðu á fjölbreyttan máta (sjá afurð). + Teikna eða mála mynd sem passar við orðin eða manneskjuna sem sagði orðin. + Búa til klippimynd sem tjáir kjarna orðanna. + Búa til ljóð á grunni tilvitnunarinnar. + Skrifa ígrundun, kynningu eða myndband, um orðin og manneskjuna sem sagði þau. + Búa til sín eigin friðarorð. + Sameiginlegt vegglistaverk nemenda með friðarorðum og mynd af friðarsinna. Afurð Í skrefi 4 geta nemendur nýtt styrkleika sína og áhuga í lokaafurðina. Nemendur geta ýmist unnið einstaklingslega eða saman. Til dæmis má: Viðmið um árangur + Ég get lesið og túlkað ein fræg friðarorð. + Ég get tjáð munnlega skilning minn á friðarorðum verkefnisins og rætt um þau við aðra. + Ég get miðlað með skapandi hætti túlkun minni og skilningi á friðarorðunum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=