101 Markmið FRÆG FRIÐARORÐ + Að nemendur lesi, ígrundi og tjái sig um fræg orð nokkurra friðarsinna um frið. Verkefnalýsing Í þessu verkefni ígrunda nemendur ýmsar tilvitnanir um frið og deilulausn eftir fræga einstaklinga. Skref 1 – Hugsa Kennari byrjar á að útskýra verkefni tímans og markmið þess. Kennari afhendir nemendum tveimur og tveimur saman eina tilvitnun. Pörin byrja á að lesa tilvitnunina saman, spjalla um hana og skrifa hjá sér merkingu og þýðingu orðanna í sínum huga. Skref 2 – Lesa og hlusta Bekkurinn safnast saman. Hvert par les sína tilvitnun fyrir aðra í hópnum, ásamt hugrenningum sínum um hana. Hér skiptir virk hlustun öllu máli fyrir skref 3.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=