Sjálfbærni - verkefnabanki

10 1. Hvað lærðir þú nýtt um þann sem þú vannst verkefnið með? 2. Hvað einkennir það sem þið eigið sameiginlegt? Voru það svipuð áhugamál? Hafið þið gaman af sömu sjónvarpsþáttunum, með svipaðan matarsmekk eða hlustið þið á sömu tónlist? 3. Hvaða atriði finnst þér hafa mótað þig mest? 4. Var auðvelt eða erfitt að finna atriði sem gera ykkur ólík? En lík? 5. Nefnduð þið trúarbrögð, uppruna, móðurmál, húðlit, kyn eða kynhneigð? Er það eitthvað sem skiptir máli í fari annarra? 6. Getur þú nefnt dæmi (til dæmis úr eigin lífi) um að það sé jákvætt að manneskjur séu ólíkar? Hafðu í huga Öll eigum við eitthvað sameiginlegt. Ef þú lítur í kringum þig sérðu í fljótu bragði að þú átt heil- mikið sameiginlegt með öðrum (þið gangið í sama skóla, þið búið í sama landi, kannski eruð þið líka saman á æfingum eða búið í sama hverfi?). Oft eigum við líka meira sameiginlegt með öðrum en við höldum í fyrstu. Að vera ólík þarf ekki að vera ókostur heldur getur það þvert á móti gert líf okkar fjölbreytt og innihaldsríkt. Verkfæri + A4/A3 arkir + Skriffæri Þegar þið hafið lokið við að búa til Venn mynd og fylla inn í það skrifið þið stutta hugleiðingu út frá þessum spurningum: 1. Nemendur skila saman einni Venn mynd sem þau hafa fyllt út saman. 2. Nemendur skila stuttri ritunarhugleiðingu út frá spurningum í verkefnalýsingu. Afurð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=