Sjálfbærni - verkefnabanki

1 SJÁLFBÆRNI VERKEFNABANKI

2 1. MENNINGARLEG FJÖLBREYTNI 3 2. JAFNRÉTTI KYNJA 36 3. HVAÐ ERU MANNRÉTTINDI 69 4. FRIÐUR 100 5. LOFTSLAGSBREYTINGAR 124 6. SJÁLFBÆRNI Í NÁTTÚRUNNI 150 7. SJÁLFBÆR NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA 181

3 MENNINGARLEG FJÖLBREYTNI 1

4 Verkefnalýsing Í þessu verkefni fáið þið eina mínútu til að spyrja bekkjarfélaga ykkar spjörunum úr. Þið byrjið á því að skrifa niður 6-8 spurningar sem þið ætlið að spyrja. Spurningarnar gætu t.d. verið: HRAÐFUNDUR + Af hverju heitirðu nafninu þínu? + Hvað gerir þig glaða/n? + Hvenær varstu síðast leið/ur? + Hverja þykir þér vænt um? + Hver eru áhugamál þín? + Hvað dreymir þig um? + Hvað gerir þú þegar þú kemur heim úr skólanum? + Hvað finnst þér best að borða? + Hverju myndir þú aldrei segja mér frá? + Í hvaða aðstæðum nýtur þú þín best? + Í hverju ertu góð/ur? + Við hvað ertu hrædd/ur? + Að nemendur kynnist bekkjarfélögum og öðlist skilning á því að við eigum öll margt sameiginlegt en erum líka ólík. + Að tengjast heiminum og uppgötva leiðir til að gera hann að betri stað. Markmið

5 Verkfæri Blað og skriffæri. Hafðu í huga + Reyndu að hafa spurningarnar þínar þannig að þær geti átt við alla í bekknum. + Leggðu þig fram um að sýna bekkjarfélögum þínum áhuga og virðingu bæði þegar þú semur spurningarnar þínar og þegar þú spyrð og spjallar á hraðfundinum. Hraðfundurinn hefst og í eina mínútu spyr einn á meðan hinn svarar. Eftir mínútuna er skipt og bekkjarfélagi ykkar fær að spyrja ykkur. Þegar bæði hafa spurt er skipt um viðmælanda og nýr fundur hefst. Kennarinn stýrir því hversu margar umferðir er farið. Hraðfundurinn hefst og í eina mínútu spyr einn á meðan hinn svarar. Eftir mínútuna er skipt og bekkjarfélagi ykkar fær að spyrja ykkur. Þegar bæði hafa spurt er skipt um viðmælanda og nýr fundur hefst. Kennarinn stýrir því hversu margar umferðir er farið. Hópastærð 8-48 Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-6 kennslustundir (fer eftir fjölda umferða og úrvinnslu). Undirbúningur Kennari raðar borðum og stólum þannig að nemendur geti setið gegnt hvor öðrum, tveir og tveir saman. Tilbrigði Í lok tímans eða verkefnisins geta nemendur skrifað stutta ígrundun um upplifun sína af fundunum, bæði hvernig þeim þótti að deila því sem þau voru spurð um og eins hvað þau lærðu og uppgötvuðu áhugavert við að spyrja aðra. Eins gæti kennari stýrt umræðum um sömu mál.

6 Markmið MÁ OPNA EFTIR 100 ÁR! MENNINGARTÍMAHYLKI + Að nemendur glími við hugtakið menning. + Að nemendur geri sér grein fyrir að menning er margslungið hugtak sem birtist í flestum athöfnum mannsins. + Að nemendur búi til tímahylki með myndum og rafrænu efni. Verkefnalýsing Þú hefur fengið það verkefni að búa til tímahylki sem verður ekki opnað fyrr en eftir 100 ár. Í tímahylkinu geymir þú upplýsingar sem endurspegla líf þitt og menningu, land þitt og þjóð, tungumálin, trúarbrögðin, matinn, tónlistina og allt það sem þér dettur í hug sem getur varpað ljósi á þig, landið þitt og þann menningarheim þar sem þú ert stödd/staddur í nútímanum.

7 Hafðu í huga Þar sem við munum ekki vita með vissu hver muni finna tímahylkið í framtíðinni þarft þú að lýsa nútímanum með fjölbreyttu efni. Til dæmis hlutum úr þínu umhverfi eða af netinu, s.s ljósmyndum, fréttaklippum, skjáskotum eða myndböndum með stuttri útskýringu. Þú hefur frjálsar hendur hvernig þú kemur efninu þínu frá þér en tímahylkið þarf að innihalda upp- lýsingar um eftirfarandi: 1. Landið þitt/löndin þín 2. Fólkið sem býr í landinu/löndunum. 3. Tungumálin sem eru töluð í landinu/löndunum. 4. Vinsælir þættir og kvikmyndir. 5. Vinsæl tónlist. 6. Algengur eða dæmigerður matur og drykkur í þínu landi/löndum. 7. Algeng áhugamál. 8. Mikilvægir hlutir sem fólk notast við dagsdaglega. 9. Tíska og klæðnaður fólks. 10. Húmor eða algengt grín. 11. Helstu áskoranir samfélagsins. 12. Dæmigerð fréttamál. 13. Mikilvægar hefðir, venjur og siðir. 14. Eitthvað sem allir muna eftir. 15. Það sem skiptir okkur mestu máli. 16. Hlutir sem ungt fólk gerir í dag. 17. Merkir atburðir á árinu eða síðustu árum. 18. Annað sem þér dettur í hug? + Það getur verið flókið að skilja sjálfan sig sem einstakling og menningu sína en það er mikilvægt að æfa sig í að skoða og greina sinn veruleika utan frá. Reyndu þess vegna að velja og finna efni sem er einkennandi fyrir þinn nútíma án þess þó að láta verkefnið fjalla um þig sem einstakling. + Tímahylki eru einskonar sögukistur sem geyma upplýsingar um samfélög, líf og lifnaðarhætti fólks á ákveðnum tíma. Það má segja að tilgangurinn með tímahylkjum sé að tala við fornleifafræðinga, sagnfræðinga og mann- fræðinga framtíðarinnar og segja þeim frá fortíðinni. Prófaðu að slá upp orðinu tímahylki eða „tima capsule“ í leitarvél og sjáðu hvað kemur í ljós.

8 Moli Í Voyager II geimfarinu er gullplata sem ætlað er að miðla upplýsingum um mannkynið og menningu okkar jarðarbúa til ókunns vitsmunalífs einhvers staðar í alheiminum. Geimfarið komst loks út úr sólkerfi okkar árið 2018 eftir 41 ár á ferð um geiminn. Hvort og hvenær geimfarið og gullplatan mun enda í fórum vitsmunavera er alls óvíst en nokkuð ljóst að ef það gerist verður það ekki fyrr en eftir tugi eða hundruð ára. Verkfæri + Tölva eða snjalltæki með aðgangi að interneti. + Ýmis verkfæri, tæki og tól. Afurð Nemendur hafa val um leið til að útbúa tímahylki sitt. Eina skilyrðið er að miðillinn bjóði upp á myndræna framsetningu. Einfalt væri að útbúa glærukynningu eða veggspjald en aðrir gætu viljað gera myndband, bók, ljósmyndasýningu, myndasögu eða eitthvað allt annað. Viðmið um árangur Tímarammi 4-6 kennslustundir Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Hópastærð Einstaklingsverkefni + Í verkefninu koma fram að minnsta kosti 15 atriði sem lýsa lífi og menningu samfélagsins sem þú tilheyrir. + Ég get með myndum og orðum gert grein fyrir hvernig menning endurspeglast í flestu sem er í kringum okkur (t.d. orðum, athöfnum, samskiptum, venjum, trú, mat, hugsun og hugmyndum, tjáningu og klæðaburði). + Ég skil að ég sem einstaklingur er hluti af menningu sem birtist í því sem við sjáum (t.d. í mat, klæðaburði, útliti, tungumáli og trú) og því sem við sjáum ekki (t.d. í viðhorfum, gildismati, hefðum, innri eiginleikum).

9 Markmið ÓLÍK MEÐ MARGT SAMEIGINLEGT! + Að nemendur beri saman það sem einkennir þau sjálf og aðra með Venn mynd. + Að nemendur velti fyrir sér fjölbreytileikanum og tjái skoðun sína á margbreytileika. Verkefnalýsing Í þessu verkefni vinnið þið tvö saman og búið til Venn mynd eins og á myndinni til hægri. Skrifið lista með a.m.k. 20 atriðum sem gera ykkur að ykkur. Berið svo saman listana með félögum ykkar. Teiknið tvo hringi á blað eins og þið sjáið á myndinni. Í miðjuna, þar sem hringirnir skarast, skrifið þið eins mörg atriði og þið getið sem þið eigið sameiginleg. Þar sem hringirnir skarast ekki skrifið þið þau atriði sem þið eigið ekki sameiginleg og gera ykkur ólík.

10 1. Hvað lærðir þú nýtt um þann sem þú vannst verkefnið með? 2. Hvað einkennir það sem þið eigið sameiginlegt? Voru það svipuð áhugamál? Hafið þið gaman af sömu sjónvarpsþáttunum, með svipaðan matarsmekk eða hlustið þið á sömu tónlist? 3. Hvaða atriði finnst þér hafa mótað þig mest? 4. Var auðvelt eða erfitt að finna atriði sem gera ykkur ólík? En lík? 5. Nefnduð þið trúarbrögð, uppruna, móðurmál, húðlit, kyn eða kynhneigð? Er það eitthvað sem skiptir máli í fari annarra? 6. Getur þú nefnt dæmi (til dæmis úr eigin lífi) um að það sé jákvætt að manneskjur séu ólíkar? Hafðu í huga Öll eigum við eitthvað sameiginlegt. Ef þú lítur í kringum þig sérðu í fljótu bragði að þú átt heil- mikið sameiginlegt með öðrum (þið gangið í sama skóla, þið búið í sama landi, kannski eruð þið líka saman á æfingum eða búið í sama hverfi?). Oft eigum við líka meira sameiginlegt með öðrum en við höldum í fyrstu. Að vera ólík þarf ekki að vera ókostur heldur getur það þvert á móti gert líf okkar fjölbreytt og innihaldsríkt. Verkfæri + A4/A3 arkir + Skriffæri Þegar þið hafið lokið við að búa til Venn mynd og fylla inn í það skrifið þið stutta hugleiðingu út frá þessum spurningum: 1. Nemendur skila saman einni Venn mynd sem þau hafa fyllt út saman. 2. Nemendur skila stuttri ritunarhugleiðingu út frá spurningum í verkefnalýsingu. Afurð

11 Viðmið um árangur + Ég get notað Venn mynd til þess að bera saman það sem einkennir mig og það sem einkennir annan. + Ég sýni fram á að ég skilji að öll erum við ólík en eigum líka eitthvað sameiginlegt. + Ég get tjáð skoðun mína á fjölbreytileika í samfélaginu nær og fjær. Tilbrigði Í stað þess að skrifa hugleiðingu gætu nemendur gert grein fyrir niðurstöðum sínum. Annaðhvort í 4-6 nemenda hópum eða með því að kennari stýri umræðu fyrir allan bekkinn. Spurningarnar í hugleiðingunni gætu vel nýst þar líka. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi Ein kennslustund

12 Markmið TAKTU AFSTÖÐU + Að nemandi velti fyrir sér eigin sjónarhorni, afstöðu og viðhorfum til álitamála. + Að nemandi hlusti á sjónarhorn, afstöðu og viðhorf annarra til álitamála. Álitamál eru málefni sem fólk getur haft ólíkar skoðanir á og mismunandi viðhorf til. Álitamál geta verið allt frá fullyrðingum eins og íþróttalið A er betra en B eða ostur er vondur yfir í flóknari umræður eins og „fátækt fólk er fátækt af því það er ekki nógu duglegt að vinna“ eða „ríkt fólk ætti að borga meira til samfélagsins“.

13 Verkefnalýsing Í þessu verkefni taka nemendur afstöðu til álitamála sem kennarinn les upphátt fyrir bekkinn. Í kennslurýminu eru fjórir staðir merktir „mjög sammála”, „sammála”, „ósammála” og „mjög ósammála”. Við hverja fullyrðingu sem kennarinn les upphátt færa nemendur sig á þann stað sem samsvarar þeirra afstöðu. Þegar allir hafa raðað sér á sinn stað biður kennari nemendur um að færa rök fyrir sinni afstöðu. Nemendur mega skipta um stað hvenær sem er í umræðunum. Eftir smástund les kennarinn upphátt næstu fullyrðingu og ferlið endurtekur sig. Hafðu í huga + Þegar álitamál eru til umræðu er mikilvægt að ræða með nemendum hvernig skoðanir og viðhorf mótast af gildum okkar. Fyrir hvað viljum við standa og hvernig stýra gildi skoðunum okkar og ákvörðunum? + Ekki er minna mikilvægt að brýna fyrir nemendum að hlusta á sjónarhorn annarra án þess að fella dóma. Þannig er mjög mikilvægt að sýna skoðunum og sjónarhornum annarra virðingu með því að hlusta, grípa ekki fram í og vanda sig í svörum. Verkfæri + Fjögur blöð sem á stendur „mjög sammála“, „sammála“, „ósammála“ og „mjög ósammála“. Afurð Verkefnið grundvallast á því að nemendur taki þátt og færi rök fyrir sinni skoðun. Undirbúningur Kennari þarf að útbúa og/eða prenta út og hengja upp fjögur fyrrnefnd blöð. Hópastærð 3-300 Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-2 kennslustundir

14 1. Okkur ber skylda til þess að taka vel á móti flóttafólki. 2. Vegna þess að við búum í ríku landi ættum við að bjóða öllum þeim sem eru frá öðru landi að búa hér. 3. Þegar fólk flytur til nýs lands á því að vera skylt að læra tungumál þess lands. 4. Sum tungumál eru mikilvægari en önnur og eiga meiri rétt á sér. 5. Það er mikilvægt að allir í heiminum tali ensku, jafnvel þó það þýði að önnur tungumál deyi út. 6. Ef tungumál er lítið og fáir tala það skiptir litlu máli hvort það hverfi með tímanum. 7. Þegar fólk flytur til nýs lands á því að virða hefðir og lifnaðarhætti fólksins í landinu sem það býr í meira en sína eigin. 8. Það er í lagi að taka land af öðrum. 9. Þegar fólk flytur til nýs lands á það að tala, hugsa, hegða sér og lifa eins og hinir. 10. Ef fólk er trúað en fólkið í landinu sem það býr í er almennt ekki trúað, ætti það að fela trú sína. Tilbrigði Þegar nemendur hafa tekist á við fullyrðingarnar gætu ígrundað umræðurnar og verk til dæmis með eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða álitamálum fannst mér erfitt að svara? Af hverju fannst mér það? 2. Var eitthvað sem þú lærðir eða kom þér á óvart? 3. Breyttist afstaða þín til einhverra álitamála í gegnum umræðurnar? Afurð

15 HVER ER ÞÍN STAÐA? Það eru margir þættir sem móta sjálfsmynd okkar (sjálfsmyndin er það hvernig við sjáum okkur sjálf) – meðal annars margvísleg staða okkar í samfélaginu, þeir samfélagshópar sem við tilheyrum. Mismunandi staða fólks, sem mótast til dæmis af kyni, kynhneigð, uppruna og fötlun, getur nefnilega veitt sumum forskot í samfélaginu, völd og forréttindi. Fyrir aðra getur þeirra staða ýtt undir fordóma, gert þeim erfitt fyrir og skapað hindranir.

16 Verkefnalýsing Í þessu verkefni skalt þú velta fyrir þér stöðu þinni og sjálfsmynd og þeim mörgu þáttum sem móta hana. Skoðaðu vel fyrri hringinn (mynd 1) og reyndu að átta þig á hvar þú gætir staðsett þig og hvers vegna ákveðnir hópar eru forréttindahópar og aðrir jaðarsettir. Þú staðsetur þig svo í hverjum geira innan hringsins á seinni hringnum (mynd 2) með því að skrifa 1-2 orð sem lýsa þér og þinni stöðu innan þess geira. Þú þarft þannig bæði að átta þig á því hver staða þín sem einstaklings er á mörgum ólíkum sviðum en líka að velta því fyrir þér hvort stöðu þinni fylgi mögulega einhver samfélagsleg forréttindi eða jaðarsetning. Samhliða því sem þú staðsetur þig innan hringsins skaltu velta fyrir þér punktunum í Hafðu í huga hluta verkefnisins hér fyrir neðan. Þegar þú hefur lokið við að fylla út í hringinn skaltu vinna stutta ígrundun þar sem þú gerir grein fyrir því hverjar niðurstöður þínar voru, bæði hvað varðar stöðu þína og hvernig þú fylltir út í hringinn en líka með hugleiðingum um spurningarnar í Hafðu í huga. Ígrundunin getur hvort heldur sem er verið rituð eða munnleg (upptaka). Hafðu í huga + Hvaða hlutar af þinni sjálfsmynd hafa mest áhrif á hvernig þú sérð þig sjálft/sjálfa/n? + Hvaða hlutar af þinni sjálfsmynd hafa mest áhrif á hvernig þú heldur að aðrir sjái þig eða hugsi um þig? Markmið + Að nemendur velti fyrir sér hvernig ólíkir þættir móta sjálfsmynd þeirra og hafa áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu. + Að auka meðvitund nemenda um forréttindi og hvernig einstaklingar hugsa sjaldan um eigin forréttindi eða ójafna stöðu annarra. + Að vekja nemendur til umhugsunar um hvernig við tilheyrum ákveðnum hópum, fordóma annarra og margbreytileika í samfélaginu.

17 Verkfæri + Skriffæri. + Myndir 1 og 2 útprentaðar eða á stafrænu formi. + Blað fyrir nemendur að skrá niður hugleiðingar sínar. Hópastærð Einstaklingsverkefni með möguleika á umræðum í 5-8 manna hópum. Námsgreinar Samfélagsgreinar, lífsleikni, móðurmál. Tímarammi 60-90 mínútur Afurð Útfylltur sjálfsmyndarhringur og ígrundun. Verkefnið getur reynst sumum nemendum viðkvæmt og mjög persónulegt og gott að verkefnið sé unnið einstaklingslega. Nemendur geta skilað hugleiðingum sínum til kennara eða í litlum hóp, þar sem traust og gagnkvæm virðing ríkir. Viðmið um árangur + Ég get gert mér grein fyrir hvernig ólíkir þættir móta mig, sjálfsmynd mína og stöðu. + Ég get séð hvernig fólk upplifir ýmist fordóma eða forréttindi, eftir því hvaða samfélagshóp það tilheyrir. + Ég get sett mig í spor annarra sem eru ekki í sömu stöðu og ég. + Hvaða hluta af þinni sjálfsmynd hugsar þú oftast um eða finnur oftast fyrir? + Hvaða hluta af þinni sjálfsmynd hugsar þú sjaldnast um? Hvers vegna ætli þú hugsir sjaldan um þessa hluti?

18

19 Markmið HUGTAKAVERKEFNI SAMSTÆÐUSPIL + Að nemendur dýpki skilning sinn á hugtökum tengdum menningarlegum margbreytileika. + Að auka orðaforða og hugtakaskilning nemenda. 1. Klippið út orðin og orðskýringarnar sem þið fáið hjá kennaranum. 2. Klippið út karton af svipaðri stærð og límið orðin og skýringarnar á. 3. Spilið er klárt! Góða skemmtun! Verkefnalýsing Í þessu verkefni búið þið til spil til að æfa skilning ykkar á hugtökum og orðaforða í umræðu um menn- ingarlegan margbreytileika.

20 Samstæðuspil (fyrir 2-4 spilara) a. Hugtökunum og skýringunum er snúið niður svo nemendur sjái hvorugt. b. Sá sem síðast fór til tannlæknis byrjar á að snúa tveimur spjöldum á borðinu. Ef spjöldin tvö sýna hugtak og útskýringu sem passa saman dregur sá til sín spilin og fær að gera aftur. c. Ef spjöldin tvö passa ekki saman á næsti leik og snýr upp tveimur spjöldum. d. Leikurinn er endurtekinn þar til öll spjöldin á borðinu klárast og vinnur sá sem er með flestar samstæður. Orð af orði (fyrir 4 spilara) a. Skiptið stokknum í tvo bunka. Annan með orðunum og hinn með skýringunum. Setið orðskýringarnar til hliðar. b. Tveir og tveir eru saman í liði og ákveða hvor byrjar að a) útskýra og b) giska. c. Lið 1 hefur nú 30 sekúndur til að draga orð úr stokknum þar sem leikmaður a) útskýrir orðið fyrir leikmanni b) án þess að nota orðið sjálft. Ef leikmaður b) giskar á rétt orð fær liðið að halda spjaldinu eftir. d. Eftir 30 sekúndur er komið að liði 2 sem endurtekur leikinn. Þegar öll spjöldin úr stokknum eru búin eru stigin talin. Það lið sem safnaði fleiri spjöldum hefur sigrað. Verkfæri + Útprentuð blöð, karton, skæri og lím. Afurð + Stokkur með hugtakakortum. Hópastærð 2-6 nemendur Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-2 kennslustundir

21 Tilbrigði a. Stækkið spilið. Útbúið fleiri hugtakakort, t.d. með hugtökum úr hinum köflunum og stækkið þannig spilin ykkar. b. Ykkar eigið spil. Búið til ykkar eigin spil og spilareglur þar sem þið nýtið spjöldin ykkar sem efnivið. c. Ritun. Eftir samstæðuspilið geta nemendur skrifað setningar eða stutta efnisgrein þar sem eitt hugtak er sett í samhengi. d. Skapandi tjáning. Nemendur geta valið hugtök sem þau vilja sýna með mynd. e. Frayer hugtakakort. Skráið hugtökin í Frayer hugtakakort. f. Teiknið hugtakið. Nemendur teikna hugtakið og fá aðra til að giska á það, án þess að nota sjálft orðið.

22 Menning Samsafn þeirra þátta sem samfélag eða hópur fólks deilir og hefur skapað, eins og tungumál, samskipti, hefðir, listir, matur, klæðnaður, hugmyndir og trú. Fjölbreytni fólks eins og kyn þess, kynhneigð, uppruni, tungumál, þjóðerni, trú, fötlun, skoðanir og viðhorf. Að trúa því að menning í einu landi sé eðlilegri, á einhvern hátt betri og eigi meiri rétt á sér en önnur. Stór hópur fólks sem oftast á sér sameiginlegt tungumál, sameiginlega sögu og menningararf (t.d. tónlist, byggingar, þjóðsögur o.fl.). Það sem einstaklingum eða hópum finnst mikilvægt og vilja standa fyrir. Til dæmis samkennd, umhyggja, náungakærleikur. Margbreytileiki Þjóðhverfa Þjóð Gildi

23 Hefðir Athafnir sem hópar fólks endurtekur saman. Það að hafa fyrir fram gefnar hugmyndir, viðhorf eða skoðanir án þess að hafa kynnt sér málið. Til dæmis að koma öðruvísi fram við, útiloka, líka illa við eða hata ákveðinn hóp. Að gera upp á milli einhverra. Til dæmis að koma öðruvísi fram vegna útlits, kyns, kynhneigðar, trúar, fötlunar eða uppruna. Athugasemdir eða athafnir sem virka saklausar en geta verið niðrandi eða niðurlægjandi fyrir ákveðna hópa. Til dæmis þegar einstaklingur sem hefur annars konar yfirbragð, kannski dekkra hörund og hár, en meirihluti íbúa landsins er margsinnis spurður hvaðan hann eða hún sé eða hvort snerta megi hárið eða húðina. Fyrir fram hugmyndir, einkum um fólk, út frá útliti, kyni, kynhneigð, uppruna eða þeim hópi sem það tilheyrir sem standast ekki skoðun. Til dæmis að karlar hafi áhuga á íþróttum, þeldökkt fólk sé líklegra til að fremja glæpi eða að múslímar séu hryðjuverkamenn. Fordómar Mismunun Öráreitni Staðalmyndir

24 Samfélag Hópur fólks sem býr, starfar eða sinnir einhvers konar hversdagslegum athöfnum á sameiginlegum forsendum og á sameigin- legra hagsmuna að gæta. Þegar fólk af ólíkum uppruna, þjóðerni, menningar- og landsvæðum myndar samfélag í sátt og samlyndi. Þegar fólk neyðist til að yfirgefa heimkynni sín vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Fjölmenning Þvingaðir fólksflutningar

25 Markmið TAKTU EITT SKREF ÁFRAM + Að nemendur geri sér grein fyrir margvíslegum hindrunum og fordómum sem fólk í ólíkum stöðum samfélagsins mætir. + Að nemendur setji sig í spor einstaklinga með ólíkan bakgrunn, aðstæður og félagslega stöðu og sjái samhengi þeirra við forréttindi, aðgengi í samfélaginu og áhrif. Verkefnalýsing Í þessu verkefni fara nemendur í hlutverkaleik þar sem þau lifa sig inn í reynsluheim ólíkra þjóðfélags- hópa. Leikurinn felst í því að nemendur fá mismunandi hlutverk og raða sér upp, hlið við hlið, í beinni línu. Kennari les ýmis dæmi um aðstæður og eiga nemendur að taka eitt skref áfram ef full- yrðing á við þau en standa annars kyrr.

26 Markmið + Ég tók þátt í hlutverkaleiknum og tók skref áfram (eða ekki) eftir mínu hlutverki. + Ég get gert grein fyrir hvernig forréttindi hafa áhrif á tækifæri fólks. + Ég get tjáð mig um upplifun mína af hlutverkaleiknum. Þegar allar fullyrðingar hafa verið lesnar líta nemendur í kringum sig og virða fyrir sér hvar hinir standa. Kennari stýrir stuttum umræðum þar sem nemendur geta gert grein fyrir því hvers vegna þau stigu fram eða ekki í ákveðnum spurningum. Öllum er svo frjálst að deila með bekknum hlutverk- inu sem þau fengu. Nemendur skrifa eða taka upp stutta ígrundun út frá eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða hlutverk varst þú? 2. Hvað komst þú langt áfram? Af hverju? 3. Var þessi æfing auðveld? Var hún erfið? 4. Hvað fannst þér áhrifaríkt við þessa æfingu? Hvað lærðir þú um forréttindi? Afurð Verkfæri + Hlutverkablað, útprentað og klippt niður fyrir nemendur. + Blað og skriffæri eða aðgangur að tölvu fyrir nemendur að skrifa ígrundun. Hópastærð 18 nemendur Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi Ein kennslustund

27 1. Þú hefur aldrei staðið frammi fyrir alvarlegum fjárhagserfiðleikum. 2. Þú býrð í góðu húsnæði, með interneti, rafmagni, vatni og hita. 3. Þér líður eins og borin sé virðing fyrir tungumáli þínu, trú þinni og menningu. 4. Þér finnst hlustað á skoðanir þínar og viðhorf í stjórnmálum og samfélaginu. 5. Aðrir leita til þín til að fá ráð varðandi ólík mál. 6. Þú ert ekki hrædd/hræddur um að verða stöðvuð/stöðvaður af lögreglunni. 7. Þú veist hvert þú átt að snúa þér til að fá aðstoð þegar þig vantar hana. 8. Þú hefur aldrei fundið að þér sé mismunað út af uppruna þínum. 9. Þú getur auðveldlega leitað á heilsugæslu eða spítala. 10. Þú getur farið til útlanda í frí að minnsta kosti einu sinni á ári. 11. Þú getur boðið vinum þínum í mat heima. 12. Þér finnst líf þitt skemmtilegt og framtíðin björt. 13. Þú getur valið hvað þú vilt læra og hvað þú vilt vinna við. 14. Þú ert ekki hrædd/ur um að vera áreitt/ur eða verða fyrir árásum á götum úti. 15. Þú hefur kosningarétt. 16. Þú getur fagnað trúarhátíðum með vinum og fjölskyldu. 17. Þú getur farið í bíó eða út að borða að minnsta kosti einu sinni í viku. 18. Þú ert ekki hrædd/ur um framtíð barnanna þinna. 19. Þú getur keypt ný föt þegar þig langar. 20. Þér finnst þú mikilvæg/ur í þínu samfélagi og njótir virðingar fyrir hæfileika þína. Afurð

28 Þú ert atvinnulaus, einstæð móðir. Þú ert múslímsk stúlka og býrð hjá trúræknum foreldrum. Þú ert barn bankastjóra sem stundar hagfræði í háskóla. Þú ert hermaður sem sinnir herskyldu. Þú ert líkamlega fötluð kona bundin við hjólastól. Þú ert atvinnulaus háskólanemi. Þú ert flóttamaður frá Afghanistan. Þú ert stjórnmálamaður í valdamiklum stjórnmálaflokki. Þú ert sonur innflytjenda frá Kína sem reka veitingastað sem nýtur velgengni. Þú ert barn sendiherra Bandaríkjanna í þínu landi. Þú ert eigandi farsæls inn- og útflutningsfyrirtækis. Þú ert fyrrum starfsmaður skóverksmiðju, nú á eftirlaunum. Þú ert 22 ára kynsegin háskólanemi. Þú ert tvítug lesbía. Þú ert fyrirsæta af afrískum uppruna. Þú ert þrítugur heimilislaus maður. Þú ert innflytjandi og talar ekki tungumálið í landinu sem þú býrð. Hlutverk

29 Markmið MEIRA EN BARA ÞJÓÐERNI + Að nemendur velti fyrir sér hvernig þjóðerni er tilfinning og upplifun fremur en fastmótað einkenni einstaklings. Verkefnalýsing Í þessu verkefni les kennari fyrir nemendur stuttar dæmisögur sem fjalla um uppruna, þjóðerni og sjálfsmynd. Kennari byrjar á því að biðja bekkinn um að sitja í hring og útskýrir að verkefni tímans sé að lesa fjórar dæmisögur sem fjalla um upplifun fólks af því að vera fætt og uppalið í einu landi eða eiga foreldra frá einu landi en eiga heima í öðru landi. Tilgangurinn sé að skilja hvernig fólk er gjarnan stimplað fyrir fram út frá uppruna sínum en að það sé bara einn hluti af mörgum í sjálfsmynd okkar. Næst les kennari fyrir allan bekkinn eina dæmisögu í einu og ræðir með hópnum spurningarnar sem fylgja hverri sögu.

30 Hafðu í huga 1. Þegar afinn var spurður „saknarðu ekkert Danmerkur?“ svaraði hann „nei, því mér finnst ég vera Íslendingur.“ Hvað ætli hann meini með því? Af hverju ætli hann hafi fengið þessa spurningu? 2. Þrátt fyrir að búa á Íslandi og finnast hann vera Íslendingur fylgdist afinn áfram með dönskum fréttum, sagði danska brandara og þótti almennt mjög vænt um Danmörku. Hvers vegna ætli það sé? Dæmisaga 1 Afi minn var fæddur í Danmörku og ólst upp þar. Hann gekk í danskan grunnskóla og átti danska vini. Þegar hann var rúmlega tvítugur flutti hann til Íslands og kynntist ömmu en hún hafði verið fædd og uppalin á Íslandi. Afi tók upp íslenskt nafn og lærði smám saman að tala íslensku. Hann talaði samt alltaf með dönskum hreim, bar sum orð vitlaust fram og fallbeygði ekki alltaf rétt. Hann sagði mjög oft danska brandara, fylgdist með dönskum fréttum og sagði að sér þætti almennt mjög vænt um Danmörku. Þegar hann var spurður „Saknarðu ekkert Danmerkur?“ svaraði hann: „Nei, því mér finnst ég vera Íslendingur.“ Dæmisaga 2 Mamma og pabbi eru bæði fædd og uppalin í Póllandi. Þau fluttu hingað til Noregs með mig og litlu systur mína fyrir nokkrum árum. Ég er með pólskt nafn og á pólskt vegabréf. Mamma og pabbi tala enn ekki mikla norsku og litla ensku en ég og systir mín tölum bæði norsku og pólsku og svolítið í ensku. Heima tala ég pólsku en í skólanum, á æfingum og við vini mína tala ég norsku. Í flestum fríum förum við fjölskyldan til Póllands og hittum þá ömmur mínar og afa, frænkur og frændur. Af því ég er fæddur í Póllandi og öll fjölskyldan er frá Póllandi finnst mér ég vera pólskur en mér líður eins og Noregur sé þar sem ég á heima og þess vegna finnst mér ég líka vera Norðmaður. Ég verð stundum óöruggur með uppruna minn, sérstaklega þegar ég er með mömmu og pabba í skólanum, að þá taki allir eftir því eða hugsi út í að ég sé frá Póllandi. 1. Í sögunni segir drengurinn að þegar hann sé með fjölskyldu sinni líði honum eins og hann sé pólskur en með vinum, á æfingum og í skólanum líði honum eins og Norðmanni. Hvað meinar hann með því? Af hverju skiptir það máli hverjum hann er með þegar kemur að því hvort honum finnist hann vera pólskur eða norskur? Getur hann verið hvort tveggja?

31 Dæmisaga 3 Ég er fædd í Pakistan en hef búið alla mína ævi í Finnlandi. Áhugamál mín eru hryllingsmyndir, teiknimyndir og að teikna. Ég er upptekin af réttlæti í samfélaginu og læt stundum í mér heyra á samfélagsmiðlum. Vikulega fer ég og tek þátt í sjálfboðaliðastarfi og reyni að hjálpa öðrum. Besta vinkona mín er fædd og uppalin hér í Finnlandi og okkur kemur mjög vel saman. Einu skiptin sem við spáum eitthvað í mismunandi uppruna okkar er til dæmis þegar við pöntum mat en ég borða ekki svínakjöt. Og ég kemst ekki með henni á böll því hjá mér er það ekki leyfilegt. Vegna þess að ég geng um með slæðu og vegna siðanna í minni fjölskyldu, upplifi ég að fólk horfi öðruvísi á mig. 2. Í sögunni segist drengurinn verða óöruggur með uppruna sinn í ákveðnum aðstæðum því þá taki allir eftir því að hann sé frá Póllandi? Hvers vegna ætli það sé?

32 1. Stúlkan er fædd í Pakistan en hefur búið alla sína ævi í Finnlandi. Hvernig heldur þú að hún skilgreini uppruna sinn? Er hún finnsk eða pakistönsk? Rökstyðjið svar ykkar. 2. Í sögunni segist stúlkan upplifa að þegar hún gangi með slæðu eða fólk taki eftir siðum hennar horfi það öðru- vísi á hana. Hvers vegna ætli fólk geri það? Er rétt að horfa á einstakling sem hefur ánægju af því að horfa á bíómyndir og hjálpa öðru fólki öðrum augum út af slæðu og siðum? 1. Í sögunni segist manneskjan stolt af blönduðum uppruna sínum. Hvað ætli ýti undir stolt hennar á sínum uppruna? 2. Í sögunni segir manneskjan: „Bara af því ég er með egypskt nafn og aðeins dekkri húð er ég mjög oft spurð að því hvaðan ég sé, hvað ég hafi búið hér lengi, og í vinnunni hrósar fólk mér stundum fyrir hvað ég tali góða sænsku.“ Eru þetta fordómar eða bara saklaus spurning? Meinar fólk vel með því að hrósa eða er þetta dónaskapur? Dæmisaga 4 Ég er fædd og uppalin í Svíþjóð. Pabbi minn er frá Egyptalandi og mamma er sænsk. Áhugamál mín eru tölvuleikir, manga teiknimyndasögur, hiphop tónlist og samvera með vinum mínum. Móðurmál mín eru sænska og arabíska og ég er mjög stolt af blönduðum uppruna mínum, egypskri sögu og menningu. Bara af því ég er með egypskt nafn og aðeins dekkri húð er ég mjög oft spurð að því hvaðan ég sé, hvað ég hafi búið hér lengi og í vinnunni hrósar fólk mér stundum fyrir hvað ég tali góða sænsku. 1. Bekkjarumræður. Nemendur ræða saman með kennara um sögurnar út frá spurningum. 2. Ígrundun. Nemendur skrifa einstaklingslega stutta ígrundun þar sem þau segja frá þremur atriðum sem komu upp í bekkjarumræðunum, hvað vakti athygli þeirra og hvers vegna. Afurð Hópastærð 5-15 nemendur. Þetta verkefni er betra að vinna í litlum hópum. Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar. Tímarammi 1-2 kennslustundir

33 Markmið KYNNTU ÞÉR KÚLTÚRINN + Að nemendur kynnist því hvernig hefðir og siðir í ólíkum menningarheimum eiga sér hliðstæðu þvert á menningarheima og trúarbrögð. + Að nemendur kynnist því hvernig hefðir og siðir hafa þróast á ólíkum stöðum og tímum. Verkefnalýsing Í flestum menningarheimum eru sterkar hefðir sem tengjast ákveðnum áföngum í lífi fólks, t.d. fæðingu, dauða, hjúskap eða fullorðnun. Víða eru líka hefðir og hátíðir sem tengjast árstíðum, gangi himintungla eða ákveðnum tímum ársins, t.d. breytingar á gangi sólar, uppskeru eða áramót. Sumar eiga þessar hefðir uppruna sinn í trúarbrögðum en aðrar ekki. Flestar eiga þær það þó sameiginlegt að vera margra alda gamlar og hafa þróast mismikið í gegnum aldirnar. Margar hefðir

34 sem okkur finnast framandi eiga sér hliðstæðu í öðrum löndum eða menningarsvæðum og hefðir sem við tengjum eingöngu við okkar heimamenningu geta átt uppruna sinn allt annars staðar en hjá okkur. Í þessu verkefni hefur þú val um tvennt: Veldu annaðhvort a) eða b) og settu niðurstöður þínar og þær upplýsingar sem þú finnur fram með þeim hætti sem þér finnst hentugur og þjóna viðfangsefni þínu og upplýsingum. a. Veldu þér 2-3 hefðir eða siði sem þú þekkir vel og hefur tekið reglulega þátt í. Kynntu þér uppruna þessara menningarfyrirbæra og hvernig þau hafa þróast í gegnum aldirnar. Finndu svo annað menningarsvæði eða önnur trúarbrögð þar sem sambærileg hefð eða siður hefur tíðkast og kynntu þér það á svipaðan hátt. b. Veldu þér einn sið/hefð og kynntu hvernig hann/hún birtist eða er iðkaður/iðkuð í 4-6 ólíkum trúarbrögðum og menningarheimum. Berðu bæði saman hvernig siðirnir eru framkvæmdir en líka hver uppruni þeirra er og hvers vegna þeir eru með þessum hætti. + Fæðing og skírn + Dauði og kveðjustund + Ferming og manndómsvígsla + Giftingar og hjúskaparhátíðir + Hátíðir tengdar tunglinu og stjörnunum Dæmi um siði, venjur og hefðir sem þú getur skoðað eru: Hafðu í huga + Hátíðir tengdar sólinni og ljósinu + Hátíðir tengdar uppskeru og náttúrunni + Afmæli + Áramót + Föstur

35 Nemendur hafa val um afurð. Afurð Í verkefni mínu: + eru upplýsingar um siði, venjur og hefðir í ólíkum menningarsamfélögum. + er skýr samanburður á því sem er líkt og ólíkt með sambærilegum hefðum í ólíkum menningarsamfélögum. + er gerð grein fyrir uppruna og þróun ólíkra hefða, siða og venja. Viðmið um árangur Hópastærð 2-4 manna hópar Námsgreinar Íslenska, erlend tungumál, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 4-6 kennslustundir Verkfæri + Tölva eða snjalltæki með aðgangi að interneti. + Ýmis verkfæri, tæki og tól eftir því sem verkefni nemenda kalla á.

36 JAFNRÉTTI KYNJA 2

37 Markmið JAFNRÉTTISRANNSÓKN + Að nemendur rýni í og ræði þær væntingar sem eru gerðar til þeirra út frá kyni þeirra og óskráðum reglum kynjakerfisins. + Að nemendur komi sér saman um leiðir til að auka virðingu og umburðarlyndi fyrir hegðun utan hefðbundinna kynhlutverka. Verkefnalýsing Í þessu verkefni ætlum við að kanna stöðu jafnréttismála í kringum okkur og beina athyglinni að þeim hefðbundnu kynhlutverkum sem við ómeðvitað uppfyllum. Verkefni ykkar er að skoða töfluna og ræða saman í hóp eftirfarandi atriði. Gott er að einn í hópnum stýri umræðum og annar skrái niður umræðurnar.

38 Fyrri hluti – Umræðuhópar 1. Hver gerir hvað? Hvaða atriði eru kynin líklegust til að gera í skólanum og utan skóla? 2. Væntingar. Farið yfir það sem hópurinn skráði og ræðið saman spurningarnar sem snúa að væntingum til hefðbundinna kynhlutverka. 3. Breytingar. Hópurinn ræðir hvort og hvernig megi rjúfa þessa hringrás. Seinni hluti – Jafnréttissáttmáli 4. Viðbrögð. Hver hópur kemur sér saman um 3-5 leiðir til að bregðast við og kynnir fyrir bekknum. Bekkurinn velur í sameiningu 4-6 atriði til að setja í sameiginlegan jafnréttissáttmála bekkjarins. 5. Veggspjald. Hver hópur fær eitt atriði úr sáttmálanum til að búa til lítið veggspjald fyrir. 6. Sáttmáli. Að endingu er fjölbreytilegur jafnréttissáttmáli bekkjarins hengdur upp á vegg í stofunni. Hver gerir hvað? Í skólanum Utan skóla Fær skammir Fær hrós Fylgir fyrirmælum Hefur hátt Hefur lágt Mætir á réttum tíma Kemur oft seint Lærir heima Skemmir hluti Passar vel upp á hluti Fer eftir reglum Er skipulögð/skipulagður Æfir dans Æfir fótbolta Æfir íshokkí Spilar tölvuleiki Fer í verslunarmiðstöðina Hugsar um útlitið Er á samfélagsmiðlum Hefur áhuga á bílum Æfir söng Hefur áhuga á bakstri Hefur áhuga á íþróttum Hlustar á rapp

39 Í skólanum Væntingar Breytingar Utan skóla Nennir ekki að læra Sýnir reiði eða pirring Slæst við aðra Leiðist að lesa Er send/ur til skólastjóra Er hringt heim til vegna hegðunar Er eitthvað sem er talið skrýtið eða asnalegt að strákar geri? Af hverju? Er eitthvað sem er talið skrýtið eða asnalegt að stelpur geri? Af hverju? Er eitthvað sem er talið skrýtið eða asnalegt að þeir sem skilgreina sig hvorki sem stelpur né stráka geri? Af hverju er þetta svona? Viljum við breyta þeassu? Getum við breytt þessu? Hvernig? Hvað getum við gert til að fólk flæði meira á milli ólíkra kynhlutverka? Hvernig getum við sem hópur aukið umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum? Spilar á fiðlu Notar naglalakk Fer oft á skíði Talar við vini um líðan/tilfinningar Kemur seint heim Kemur heim á réttum tíma Horfir á raunveruleikaþætti Finnst bleik föt flott Verkfæri + Blöð og skriffæri fyrir hópa í umræðu. + Karton, skæri og lím og/eða nettengdar tölvur fyrir veggspjaldagerð. Veggspjald með jafnréttissáttmála bekkjarins. Afurð

40 + Ég geri mér grein fyrir stöðluðum kynhlutverkum í nærumhverfi mínu. + Ég geri mér grein fyrir því hvernig ég er þátttakandi í kynjakerfi sem samfélagið hefur komið sér upp. + Ég get lagt til leiðir til að vinda ofan af ójafnrétti sem stöðluð kynhlutverk skapa. + Bættu inn í verkefnið fleiri sjónarhornum á jafnréttisumræðuna. T.d. kynjaða orðræðu, eitraða karlmennsku, kynfrelsi kvenna, #metoo. + Leyfðu hverjum og einum nemanda að búa til sína útgáfu af jafnréttissáttmálanum í hönnunarforriti að eigin vali. Viðmið um árangur Tilbrigði Hópastærð 3-4 manna hópar Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 4-6 kennslustundir

41 Markmið + Að nemendur efli skilning sinn á hugtökum sem tengjast kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. + Að nemendur þjálfist í beitingu hugtaka og skilji samhengi milli þeirra. Verkefnalýsing Þið fáið útprentað blað sem er fullt af sexhyrningum. Í hverjum sexhyrningi er orð eða hugtak sem tengist kvenréttindum og jafnrétti kynjanna á einhvern hátt. Ræðið merkingu orðanna í sexhyrn- ingunum og klippið þá út. Raðið sexhyrningunum upp þannig að milli hliðanna sem snertast séu einhvers konar tengsl eða samhengi sem þið komið auga á. Veljið 4-6 samskeyti milli sexhyrninga og skrifið stutta skýringu á samhenginu eða tengslunum sem er milli þeirra orða og hugtaka sem þið röðuðuð saman. Hengið verkefnið ykkar upp og sýnið öðrum í bekknum hvernig þið tengduð hugtökin og hvaða skýr- ingar þið gerðuð á því. Skoðið hvað aðrir gerðu og fáið að heyra þeirra nálgun. SEXHYRND HUGSUN UM JAFNRÉTTI

42 + Ég hef skilning á hugtökum sem tengjast kynjajafnrétti. + Ég get sett ólík hugtök í samhengi og gert grein fyrir því hvernig þau tengjast. Undirbúningur Kennari velur annaðhvort hugtök tengd sögulegri jafnréttisbaráttu neðst í verkefninu eða hugtök sem tengjast samfélagslegri umræðu um jafnréttismál og feminisma og prentar út fyrir nemendur. Tilbrigði Nemendur fá bæði blöðin útprentuð og velja sér hugtök sem þau vilja vinna með og tengja saman. Hafðu í huga Það er engin ein rétt leið til að vinna þetta verkefni. Verkefnið snýst um að þið sýnið skilning á hugtökunum og getið rökstutt og útskýrt hvers vegna þið raðið hugtökunum saman. Verkfæri + Skæri, A3 blað, skriffæri og kennaratyggjó. Hafðu í huga Það er engin ein rétt leið til að vinna þetta verkefni. Verkefnið snýst um að þið sýnið skilning á hugtökunum og getið rökstutt og útskýrt hvers vegna þið raðið hugtökunum saman. Viðmið um árangur Hópastærð 3-4 nemendur Námsgreinar Íslenska (móðurmál), samfélagsgreinar. Tímarammi 2 kennslustundir

43 Söguleg hugtök Samfélagsleg hugtök 1. bylgja feminisma 2. bylgja feminisma 3. bylgja feminisma Feðraveldið Feminismi Kvennalistinn Kvennafrídagurinn Kynjakvóti Rauðsokkur Súffragettur Öfgar Glerþakið Kosningaréttur Feðraveldi Kynbundinn launamunur Kynbundið ofbeldi Mismunun Þöggun Jafnrétti Fæðingarorlof #MeToo Druslugangan Drusluskömm Eitruð karlmennska Feminismi Forréttindablinda Hefndarklám Hinseginfóbía Hlutgerving Karl Kona Kvár Kvenfyrirlitning Kyn Kynbundið ofbeldi Kynfrelsi Kyngervi Kynhlutverk Kynjakerfi Kynremba Kynvitund Nauðgun Nauðgunarmenning Óumbeðnar nektarmyndir Staðalmyndir Trans Hugtakalistar

44

45 Markmið BYLGJUR BREYTINGANNA + Að kynnast ólíkum bylgjum í kvennabaráttu síðustu alda. + Að öðlast skilning á þeim samfélagslegu breytingum sem hafa áunnist í kvenréttindabaráttunni. Verkefnalýsing Í þessu verkefni kynnið þið ykkur jafnréttisbaráttu kynjanna í sögulegu samhengi. Þið ætlið að afla ykkur upplýsinga um ólíkar bylgjur femínismans og setja upp í „infograph“ eða tímalínu þar sem þið skrifið hnitmiðaðan texta um baráttuna í hverri bylgju, myndlýsið helstu áherslum og gerið grein fyrir einstaklingum sem voru áberandi í hverri bylgju fyrir sig. Prófið að leita á netinu með leitarorðinu „infograph“ til að fá hugmyndir um ólíkar leiðir sem þið getið farið við útfærslu verkefnisins. Það eru líka til vefsíður þar sem hægt er að nálgast sniðmát sem nota má við gerð verkefnisins.

46 Verkfæri + Nettengd tölva Afurð Infograph eða tímalína með upplýsingum og myndefni um hverja bylgju femínismans fyrir sig. Hafðu í huga Viðmið um árangur + Um hvað snerist baráttan í þessari bylgju? + Hvaða samfélagslegu breytingar unnust með þessari bylgju baráttunnar? + Hvaða atburðir voru mikilvægir í þessari bylgju? + Hvaða aðilar voru áhrifamiklir í þessari bylgju? + Ég veit hvaða áherslur og baráttumál voru í forgrunni í ólíkum bylgjum femínismans. + Ég skil hvernig kvenréttindabarátta hefur knúið fram mikilvægar samfélagslegar breytingar í þágu jafnréttis. Hópastærð Paraverkefni Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 3-4 kennslustundir

47 Markmið + Að nemendur kynnist konum sem hafa átt mikilvægt framlag til aukinna kvenréttinda og jafnréttisbaráttu. Verkefnalýsing Í þessu verkefni velur þú þér eina konu eða hreyfingu kvenna sem hefur verið mikilvæg í sögu kvenréttinda- og jafnréttindabaráttu. Þú aflar upplýsinga um þessa baráttukonu og býrð til afurð þar sem þú kynnir hana fyrir samnemendum þínum. Þú hefur nokkuð frjálsar hendur með hvaða afurð þú skilar af þér en hafðu í huga að velja miðil sem er gagnlegur til að koma upplýsingum til skila um manneskju, lífshlaup hennar, baráttu, árangur og erfiði. KYNNTU ÞÉR KONUNA

48 + Emmeline Pankhurst + Emily Davison + Simone de Beauvoir + Bríet Bjarnhéðinsdóttir + Ingibjörg Sólrún Gísladóttir + Marsha P. Johnson + Gloria Steinem + Waris Dirie + Madonna + Malala Yousafzai + Tarana Burke + Beyoncé + Hildur Lilliendahl Afurð Nemendur velja afurð Hafðu í huga + Hver er konan sem þú valdir að fjalla um? + Hvaða áhrif hafði konan sem þú ert að fjalla um á réttindi kvenna í heimalandi sínu eða heiminum öllum? + Var konan hluti af stærri hreyfingu? Segðu líka frá hreyfingunni. + Hvernig væri heimurinn í dag ef konan hefði ekki tekið slaginn? + Hvernig gætir þú nýtt þér aðferðir og hugmyndir konunnar til að bæta þitt nærumhverfi og líf? Verkfæri + Tölva eða snjalltæki með aðgangi að interneti. + Ýmis verkfæri, tæki og tól eftir því sem verkefni nemenda kalla á. Dæmi um konur sem þú getur valið að kynna þér eru:

49 Hópastærð Einstaklings- eða paraverkefni Námsgreinar Íslenska (móðurmál), samfélags- greinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 4-6 kennslustundir Hafðu í huga + Í verkefninu er sagt frá einni konu sem hefur verið áberandi eða mikilvæg í sögu feminisma og jafnréttis- baráttu. + Í verkefninu er mynd af persónunni sem þú valdir að fjalla um og myndir sem sýna baráttu hennar. + Í verkefninu eru helstu upplýsingar um líf og störf konunnar sem fjallað er um, helstu afrek, framlag en líka mótlæti og hindranir sem hún stóð frammi fyrir í baráttu sinni. + Í verkefninu kemur fram að minnsta kosti ein tilvitnun í konuna sem fjallað er um. + Í verkefninu kemur fram dæmi um áhrif sem afrek konunnar hafa á hversdagslegt líf nemenda.

50 Markmið KYNLEG KYNHLUTVERK + Að nemendur kynnist því hvernig kynhlutverk innan veggja heimilisins hafa þróast í gegnum árin. + Að nemendur þjálfist í að skrifa texta þar sem beinni ræðu er breytt í óbeina. Á hverju heimili eru óteljandi verk sem þarf að vinna. Sumum þessara verka tekur þú virkan þátt í meðan önnur virðast einhvern veginn vera unnin án þess að þú takir eftir því hver vinnur þau. Sum verk sem unnin eru á heimilinu hefur þú jafnvel ekki hugmynd um að séu unnin eða einhver þurfi að huga að.

51 Hver sér um mat og innkaup? Hver sér um fjármál heimilisins? Hver sér um tómstundirnar? Hver sér um þvottinn? Hver sér um þrif? Hver sér um samskipti og frítíma fjölskyldunnar? Til dæmis: Skipuleggja og sjá um matarinnkaup. Undirbúa matmálstíma. Útbúa nesti. Til dæmis: Passar að borga reikninga. Bókhald. Sparnað. Afborganir. Til dæmis: Að skrá þig á æfingar. Að passa að þú mætir á réttum tíma. Fjáraflanir fyrir ferðum. Til dæmis: Man eftir að setja í vél, hengja upp, setja í þurrkara, brjóta saman og ganga frá. Til dæmis: Ganga frá eftir kvöldmat. Fara út með ruslið. Vikuleg þrif. Til dæmis: Man eftir afmælum og að kaupa gjafir. Skipuleggur afmæli og hátíðisdaga. Passar að halda sambandi við fjölskyldu og vinafólk. Skipuleggur ferðalög. Á samskipti við foreldra vina þinna. Hver sér um þig? Til dæmis: Að gefa að þér að borða. Að skipuleggja frítíma þinn. Samskipti við skóla, kennara, þjálfara eða lækna. Að þú sinnir heimanámi. Að hugsa um þig þegar þú ert lasin/n. Verkefnalýsing 1. Farðu í gegnum þessar spurningar og svaraðu þeim fyrir þig.

52 Hver sér um gæludýr? Stóra samhengið Til dæmis: Passar að gefa gæludýrinu að borða. Kaupa gæludýramat. Labba eða leika við dýrið. Baða. Fara með til dýralæknis. Hvernig er verkaskiptingin á þínu heimili heilt yfir? Vissirðu um öll þessi verk sem eru unnin? 2. Taktu viðtal við eldri aðila úr fjölskyldu þinni eða nærumhverfi. Í viðtalinu byrjar þú á því að afla upplýsinga um manneskjuna, uppruna og uppvöxt, starf og áhugamál. Svo fjallar meginhluti viðtalsins um viðhorf hennar til kynhlutverka á heimilinu: Hvernig kynhlutverk voru þegar viðkomandi var að alast upp? Hvernig þau voru þegar manneskjan ól upp sín börn og hvernig hún telur hlutverkum vera háttað í dag? 3. Skrifaðu svo viðtalið upp en gættu þess að umorða það sem viðmælandi þinn segir svo úr verði samfelldur texti eða frásögn en ekki endurtekning á beinni ræðu viðmælandans. Hafðu í huga + Undirbúningur. Þú þarft að undirbúa viðtalið vel og útbúa góðar, opnar spurningar sem gefa viðmæl- endum þínum færi á að spjalla og segja frá frekar en að svara með aðeins einu eða örfáum orðum. + Viðtalið. Takið viðtalið upp á hljóð eða myndband. + Úrvinnsla. Þegar þú skrifar viðtalið þitt skrifaðu samfelldan texta þar sem þú notast við óbeina ræðu en ekki skrifa beint upp spurningarnar þínar og svör viðmælandans. Verkfæri + Sími eða annað snjalltæki til að taka upp viðtalið. + Tölva, snjalltæki eða blað og skriffæri til að skrifa spurningar og viðtalið sjálft.

53 Hópastærð Einstaklingsverkefni Námsgreinar Íslenska, samfélagsgreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tímarammi 4 kennslustundir + heimavinna (viðtal) Viðmið um árangur + Ég átta mig á því að á heimilinu eru mörg verk sem þarf að vinna sem sum hver eru nánast ósýnileg. + Ég tók viðtal við eldri manneskju sem deildi með mér hugmyndum sínum um kynhlutverk á heimilinu og hvernig þau hafa þróast. + Ég skrifaði viðtal í samfelldu máli þar sem ég breytti beinni ræðu viðmælanda í óbeina ræðu. Afurð Viðtal

54 Markmið STENST MYNDIN BECHDEL PRÓFIÐ? + Að nemendur ígrundi hvernig kynjahalli birtist í kvikmyndum. + Að nemendur átti sig á hvernig kvikmyndir geta viðhaldið staðalmyndum um hlutverk karla og kvenna. Verkefnalýsing Hversu margar uppáhalds kvikmyndir átt þú? Vonandi að minnsta kosti eina. Í þessu verkefni munt þú að leggja lítið kynjajafnréttispróf fyrir kvikmynd að eigin vali. Bechdel prófið eru þrjár einfaldar spurningar eða skilyrði sem er ætlað að vekja athygli áhorfenda á kynjahalla og staðalímyndum í kvikmyndum. Ef myndin uppfyllir öll skilyrðin stenst hún prófið. Ef hún gerir það ekki fellur hún á prófinu.

55 Skilyrði Bechdel prófsins eru: 1. Í kvikmyndinni eru að minnsta kosti tvær nafngreindar konur. 2. Konurnar þurfa að eiga samtal í myndinni. 3. Samskiptin þurfa að snúast um eitthvað annað en karla. Verkefnið þitt er að horfa á eina bíómynd með kynjagleraugum og kanna hvort hún standist öll þrjú skilyrði Bechdel prófsins. Ef myndin stenst ekki skilyrðin gefur það vísbendingu um að myndin viðhaldi úreltum hugmyndum um kynhlutverk. Hafðu í huga + Þegar þú setur fram verkefnið skaltu útskýra Bechdel prófið á einfaldan hátt: hvað það er, skilyrðin þrjú og hvað fólk geti lært af því. + Hvaða mynd valdir þú? Hvað fjallar hún um og af hverju valdir þú hana? + Hvaða skilyrðum féll myndin á? Öllum eða bara einu? + Ertu ósammála niðurstöðum prófsins? + Hvaða aðrar kvikmyndir hafa líka fallið á Bechdel prófinu? + Hvað kom þér á óvart? Eru færri myndir að falla á Bechdel prófinu? Verkfæri + Aðgangur að tölvu/snjalltæki með interneti. + Ein kvikmynd að eigin vali (eða fleiri!). + Aðgangur að efniviði til að setja fram niðurstöðurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=