Sjálfbærni - Gæðakönnun

6. kafli Sjálfbærni í náttúru Nokkrar spurningar: 1. Er aðal orkugjafinn í þínu landi endurnýjanleg auðlind? (sólar-, vind-, vatns- eða sjávarfallaorka) 2. Er vistsporið þitt lægra en 2,1 jarðhektarar? (2,1 er hámarkið svo við náum markmiðum um sjálfbærni) 3. Er mikið um notkun á einnota plasti í skólanum þínum? 4. Getur þú nefnt dæmi um 5 hluti sem þú ert kannt að meta í náttúrunni? 5. Gætir þú útskýrt fyrir öðrum hvað (lífbreytileiki) líffræðileg fjölbreytni þýðir? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Fundið leiðir til þess að auka tíma þinn í náttúrunni, til dæmis með göngu- ferðum, skoðunarferðum, lautarferðum og svo framvegis ● Fengið heimilið, skólann eða sveitarfélagið til þess að hætta að nota einnota vörur ● Lært á fánu og flóru í þínu umhverfi og hvernig þú getur aðstoðað við að vernda umhverfi þitt. Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Frætt nemendur um mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika ● Farið með nemendur í vettvangsferðir út í náttúruna ● Hvatt nemendur og starfsfólk til þess að hjóla og ganga í skólann frekar en að keyra Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Bannað notkun á öllu óþarfa plasti og gripið til aðgerða vegna plast- mengunar ● Gert fólki kleift að flokka úrgang á nákvæmari hátt með fleiri flokkunar tunnum ● Gætt að því að við notum auðlindir landsins á sjálfbæran hátt svo að komandi kynslóðir hafi sama gagn af þeim JÁ NEI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=